Markmið laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Jafnframt segir að allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Þessu markmiði skal náð m.a. með því að gæta jafnréttissjónarmiða og vinna að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum samfélagsins.

Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á jafnréttismálum lögreglunnar. Lögreglustjórar bera ábyrgð á framgangi jafnréttisáætlunar innan embætta sinna.

Ríkislögreglustjóri skipar jafnréttisfulltrúa lögreglunnar til þriggja ára í senn. Hann starfar á landsvísu og fer með umsjón jafnréttismála. Enn fremur skipar ríkislögreglustjóri jafnréttisnefnd til þriggja ára í senn. Nefndin er jafnréttisfulltrúa lögreglunnar til aðstoðar og ráðgjafar.

Lögreglustjórar skipa jafnréttisfulltrúa í embættum sínum til þriggja ára í senn. Þeir vinna að jafnréttismálum innan embættisins og eru starfsmönnum, jafnréttisfulltrúa lögreglunnar og jafnréttisnefnd til aðstoðar og ráðgjafar.

Fagráð lögreglunnar er ráð óháðra fagaðila sem tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar.

Ítarefni um jafnréttismál

Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2022

Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2018-2019
Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2016
Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2015
Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2014
Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun lögreglunnar 2015
Jafnréttisfulltrúar embætta 2018-2021
Jafnréttisnefnd lögreglunnar 2018-2021
Skýrsla starfshóps um tillögur að samþættingu kynja- og jafnréttisjónarmiða
Vefsíða fagráðs ríkislögreglustjóra

Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband jafnretti@logreglan.is