Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 1 – Hverfisgata 113-115, Rvk.

Frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík (lögreglustöð 1) er sinnt verkefnum í stórum hluta borgarinnar (Vesturbær, Miðborg, Hlíðar, Laugardalur og Háaleiti) og á Seltjarnarnesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Helstu stjórnendur eru Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri, Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi og Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi. Jóhann Karl er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng:  johann.karl@lrh.is  – rafn.gudmundsson@lrh.isgudmundur.pall@lrh.isgudmundur.petur@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Hafnarfjarðarlögreglan – Hraustir menn og áræðnir nefnist sýning sem nú stendur yfir í Byggðasafni Hafnarfjarðar og óhætt er að mæla með, en hún opnaði í síðustu viku. Meðfylgjandi eru tvær myndir frá opnuninni, en á annarri eru félagarnir Pétur Joensen, Ægir Ellertsson, Gissur Guðmundsson, Garðar Kristjánsson, Ólafur G. Emilsson og Sumarliði Guðbjörnsson, en þessir kappar stóðu ófáar vaktir þegar lögreglan í Hafnarfirði var og hét. Á hinni eru svo Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Björn Pétursson bæjarminjavörður, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri.

Þess má geta að saga lögreglunnar í Hafnarfirði spannar 115 ár, en fyrstu lögregluþjónarnir voru ráðnir til starfa í bænum þann 1. apríl 1908, eða sama ár og Hafnarfjarðarbær fékk kaupstaðarréttindi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frá árinu 2007 hefur löggæslan þar verið rekin undir merkjum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Góða helgi, öllsömul.
... Sjá meiraSjá minna

Hafnarfjarðarlögreglan – Hraustir menn og áræðnir nefnist sýning sem nú stendur yfir í Byggðasafni Hafnarfjarðar og óhætt er að mæla með, en hún opnaði í síðustu viku. Meðfylgjandi eru tvær myndir frá opnuninni, en á annarri eru félagarnir Pétur Joensen, Ægir Ellertsson, Gissur Guðmundsson, Garðar Kristjánsson, Ólafur G. Emilsson og Sumarliði Guðbjörnsson, en þessir kappar stóðu ófáar vaktir þegar lögreglan í Hafnarfirði var og hét. Á hinni eru svo Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Björn Pétursson bæjarminjavörður, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri. 

Þess má geta að saga lögreglunnar í Hafnarfirði spannar 115 ár, en fyrstu lögregluþjónarnir voru ráðnir til starfa í bænum þann 1. apríl 1908, eða sama ár og Hafnarfjarðarbær fékk kaupstaðarréttindi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frá árinu 2007 hefur löggæslan þar verið rekin undir merkjum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Góða helgi, öllsömul.Image attachment

Comment on Facebook

Flottir 👏👏🇮🇸

Flottir👏🇮🇸

Flottir👏

Chickens

Flottir 🤠

View more comments

Lokað verður fyrir móttöku einaskilaboða á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá og með 15. júní nk. Eftir sem áður er hægt að senda embættinu ábendingar og/eða fyrirspurnir um hvaðeina með einföldum hætti og áfram verður lögð mikil áhersla á svara öllum erindum eins fljótt og verða má. Minnt er á netfangið abending@lrh.is en tölvupóstum sem þangað berast verður svarað á skrifstofutíma alla virka daga. Til hægðarauka verður jafnframt settur upp sérstakur hnappur á fésbókarsíðu embættisins – HAFÐU SAMBAND VIÐ OKKUR en ábendingar og fyrirspurnir flytjast beint þaðan til starfsmanna sem eru til svara á abending@lrh.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er þess fullviss að breytingin muni ekki valda neinum vandræðum, en allt kapp er lagt á að veita fésbókarvinum embættisins jafn góða þjónustu hér eftir sem hingað til, þótt hún sé nú í eilítið breyttu formi.

Minnt er á símanúmer þjónustuvers – 444 1000, símsvörun frá kl. 8-16 alla virka daga. Og símanúmerið 112 þegar óska þarf eftir skjótri aðstoð lögreglu.

Lögreglan heldur einnig úti upplýsingasíma - 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Slæmt mál, en fyrirvitað

Þetta var fín leið fyrir ábendingar, en líklega hefur þetta verið misnotað/ofnotað.

Þetta er afturför

Lögreglan er búin að vera á gráu svæði lengi varðandi facebook notkun. Mikið af viðkvæmum skilaboðum til þeirra og frá þeim fer til þriðja aðila. Svo þetta er bara gott mál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 👍 En hins vegar hefur facebook hjálpað gríðarlega þegar leitað hefur verið að fólki og jafnvel bjargað lífum. Haldið áfram að standa ykkur vel fyrir okkur. Lögreglan 🚔

Er búið að trölla ykkur of mikið 🤷‍♂️🙆‍♂️

Ég kvartaði yfir því að bílar væru sí keyrandi á gangstéttum á milli blokkanna þar sem ég bý. Þið senduð 2 löggur á mótorhjólum eitt skiptið og rætt var við fólkið. Eftir 16 mínútur þá fór löggan af vettvangi og gaf fólkinu greinilega leyfi til þess að halda því áfram. Hér eru börn að leik og fólk með barnavagna og annað. Hvaða vitleysa er þetta?? Sumir bílstjórar keyra hérna eins og þetta sé hraðbraut. Og eitt annað... síðan hvenær hafið þið haft völd til að leyfi fólki að brjóta lögin? Út í hött og bara fáránlegt.

Ef löggan vill ekki athugasemdir frá fólkinu loka þeir á Facebook. Það er OK. Ég hætti bara samskiptum við þessa flóttamenn. Löggan má bæta sig 10.000% til að fólkið verði ánægt.

View more comments

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi reiðhjólahjálma og þá ættu auðvitað allir hjólreiðamenn að nota, alltaf. Yngsta kynslóðin er vel meðvituð um þetta, ekki síst krakkarnir í 4. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Við heimsóttum þá á dögunum og fórum yfir ýmis atriði sem snúa að reiðhjólahjálmum, en líka nauðsyn þess að fara varlega í umferðinni og að virða umferðarreglur. Krakkarnir voru vel með á nótunum og höfðu margs að spyrja, greinilega mjög áhugasamir um lögregluna. Og ekki minnkaði áhugi þeirra þegar boðið var upp á að skoða bæði lögreglubíl og lögreglubifhjól!

Takk 4. bekkur í Mýrarhúsaskóla fyrir góðar móttökur og skemmtilega heimsókn til ykkar.
... Sjá meiraSjá minna

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi reiðhjólahjálma og þá ættu auðvitað allir hjólreiðamenn að nota, alltaf. Yngsta kynslóðin er vel meðvituð um þetta, ekki síst krakkarnir í 4. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Við heimsóttum þá á dögunum og fórum yfir ýmis atriði sem snúa að reiðhjólahjálmum, en líka nauðsyn þess að fara varlega í umferðinni og að virða umferðarreglur. Krakkarnir voru vel með á nótunum og höfðu margs að spyrja, greinilega mjög áhugasamir um lögregluna. Og ekki minnkaði áhugi þeirra þegar boðið var upp á að skoða bæði lögreglubíl og lögreglubifhjól!

Takk 4. bekkur í Mýrarhúsaskóla fyrir góðar móttökur og skemmtilega heimsókn til ykkar.Image attachment

Comment on Facebook

OG EKKI gleyma UMFERÐALÖGUM🤔

Flott að næsta kynslóð reiðhjólafólks fái athygli ykkar. Vona það innilega að þið sinnið þeim betur en þeim sem eru að hjóla í umferðinni í dag! Hvað er búið að sekta marga fyrir ólöglegsn framúrakstur úr reiðhjoli? Hvernig gengur að sækja ökumanninn til saka sem keyrði vísvitandi niður hjólreiðamann í miðbænum fyrir ári síðan ók svo yfir hjólið og spændi svo niður göngugötuna og lét sig hverfa? Hvers vegna var mál látið niður falla þar sem myndefni frá brotlega aðilanum fylgdi með sem sýndi hann taka framúr ólöglega 13 hjólreiðamönnum? Hvernig væri að fara að framfylgja lögum í landinu? Eða ætlið þið að láta þessa færslu duga sem þjónustu ykkar við reiðhjólafolk þetta árið,klappa ykkur á bakið fyrir "vel unnin störf" og halda svo áfram að hunsa hringingar í neyðarlínuna þar sem reiðhjólafolk óskar eftir aðstoð eins og þið gerðuð fyrir fáeinum árum uppi á Mosfellsheiði?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram