Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Umferðadeild

Umferð og eftirlit með umferð skipa stórt hlutverk í starfi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er því sérstök umferðadeild til viðbótar við lögreglustöðvarnar. Umferðardeild hefur það aðalhlutverk að fylgjast með allri umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þá stýrir deildin stýrir umferð og lokunum í tengslum við hátíðir, skrúðgöngur, fylgdir með risaförmum og opinberar heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur deildin að vettvangi umferðaslysa og að öðrum verkefnum þar sem lögreglubifhjól eru notuð.

Aðstaða umferðadeildar er á Hverfisgötu 113-115, 105 Reykjavík. Helstu stjórnendur eru Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Guðbrandur Sigurðsson aðalvarðstjóri.

Hægt er að hafa samband við umferðadeild í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is – Tekið skal fram að ef erindið er að óska eftir lokunum vegna framkvæmda þá er það á sviði viðkomandi borgar eða sveitarfélags.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Það var erill á næturvaktinni hjá okkur í nótt. Við skorum á höfuðborgarbúa að gæta stillingar. Þessi verslunarmannahelgi er ekki eins og við eigum að venjast.

Það er ekki bjóðandi að halda brjáluð partý langt fram eftir nóttu. Við höfum fengið fjölmargar kvartanir um það að fólk geti ekki fengið sinn nætursvefn út af samkvæmishávaða sem stendur oft á tíðum fram til morguns.

Sumir þurfa einfaldlega að mæta snemma til vinnu þótt það sé helgi. Við höfum gert okkar besta í að stöðva hávaðasöm samkvæmi og munum halda því áfram.

Tökum tillit til hvors annars og elskum friðinn. Högum okkur vel það sem eftir er af helginni. ❤️🇮🇸👮

Hér er brot af því sem næturvaktin okkar þurfti að sinna í nótt:

Laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi kom lögregla ölvuðum manni í austurborginni til aðstoðar. Maðurinn brást illa við aðstoð lögreglu og hrækti hann í andlit lögregluþjóns og sparkaði í annan. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna ástands hans og hegðunar. Maðurinn lét mjög ófriðlega í vörslu lögreglu og tókst honum að hrækja í andlit tveggja lögregluþjóna til viðbótar.

Brotist var inn í grunnskóla í austurborginni um áttaleytið. Lögregla fór að vettvangi og er málið í rannsókn.

Maður á þrítugsaldri var handtekinn í vesturborginni eftir að hann hafði gert þrjár ránstilraunir vopnaður hnífi. Maðurinn veitti handtökunni ekki mótspyrnu og hlýddi skipunum lögreglu. Engum hlaut líkamleg meiðsl af brotahrinu mannsins né handtöku lögreglu. Maðurinn var vistaður í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins.

Stuttu síðar barst lögreglu tilkynning um heimilisofbeldi í Hafnarfirði. Lögregla fór rakleiðis ávettvang og verklag varðandi heimilisofbeldi var þegar í stað virkjað. Málið er nú í rannsókn.

Um klukkan fimm í morgun kom Lögregla konu til aðstoðar á Seltjarnarnesi. Konan hafði læst sig inni á baðherbergi og sat þar föst. Lögregla skreið inn um glugga að baðherbergi hennar, og tókst að lyfta henni upp og út um gluggann. Konan var frelsinu fegin, sér í lagi þar sem hún komst tímanlega í flug.

Lögregla sinnti einnig fjölda útkalla um allt höfuðborgarsvæðið vegna samkvæmishávaða. Einnig voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, og tveir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

sumt fólk er bara ekki í lagi :( og aðrir bara óheppnir :) gaman að heyra hjá ykkur hvað skeður en svo sannarlega vildi ég ekki vera lögregla úff

Engann havaða!

Rett

Skelfilegt

Yfirleitt eru aðal djammhundarnir á útihátíðum undir eftirliti annara gæsluaðila þessa helgi. Vonandi verður rólegra hjá ykkur í kvöld 🙏 ...efa það samt, því miður 🤠🌵

Þið eruð í erfiðu starfi og ekkert bólar á kjarasamningi? Hvað á það að þýða "hæstvirt" ríkisstjórn? Við stillta fólkið erum ykkur ævinlega þakklát fyrir að vera til staðar 🙂

Duglegir piltar 💖

Þessi á baðherberginu 🤔🤔það er nú það allra fyndnasta sem ég hef lesið🤣😂😅🤣 🤫🤫En hvað um það ég lofa því að vera stilltur um helgina 😇😉😀😃🤣

Ömurlegt. Takk fyrir ykkar vanmetnu störf. Bestu óskir til ykkar.👨‍✈️.

Eins gott að vera með síma í baðherberginu. 😉

Þið eruð svo frábær, leiðinlegt hvað fíflin þvælast fyrir ykkur, gangi ykkur vel og farið varlega 💖😘

Hefði átt að hringja sl. nótt. Íbúi í blokkinni sem ég bý í var með mjög hávaðasamt partý til 04:00!

Gangi ykkur vel ♥️😘

Æðri máttarvöld ætluðu konunni ekki að yfirgefa landið en lögreglan hjálpaði henni að ná fram sínum vilja. Var það fyrsta sem mér datt í hug. Sammála með launin, þau eiga að vera í samræmi við ábyrgð og skyldur. Og sanna það enn og aftur að stjórnvöldum er slétt sama um fólkið sem borgar þeim laun.

Skelfileg vakt greinilega 😰 vonandi verða allir stilltir og prúðir í nótt 🤔

Gangi ykkur vel

Þetta er sá óhugnaður sem bíður lögreglumanna í vinnunni. 20% launahækkun til þeirra sem starfa í framvarðarsveitinni ætti að vera sjálfsögð.

Að hafa Bari opna til 01. Það myndi strax draga mikið úr heima partýum!

Smá athugasemd - "skakkaði leikinn" getur ekki átt við um heimilisofbeldi.

So sorry to hear of all the disturbances!! ...I am amused at the translation into engish..😂 "...the woman had locked herself in the bathroom and sat there stuck"...😉.." the man was saved in prison storage for the research of the matter.."😂😂😂😂..oh no..you do not put people in storage for real or?😉😂😂😂

Er engin undirskriftarsöfnun í gangi varðandi það að bæta launakjör lögreglunnar, og sértsaklega að þið fáið það sama og hjúkrunarfræðingar varðandi álags greiðslur vegna starfa ykkar í miðjum Covid faraldri og þess að þið fáið launað veikindafrí ef þið verðið að sæta sóttkví eða einangrun?

Og hryðjuverkamenn

goodjob can i loan money.1,000kr lolz joke 🙂

Lögreglan á Íslandi er heimskuleg

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram