Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi – súrálsskip á Reyðarfirði, COVID-19
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við …
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við …
Norræna kemur í fyrramálið með 77 farþega. Tveir þeirra greindust með COVID smit við komu um borð í Hirtshals í Danmörku. Báðir höfðu þeir áður …
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl, en maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir …
Á þessari síðu má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru fyrir ferðalög til Íslands vegna COVID-19. Nánar
Konan sem lýst var eftir hefur verið handtekin. Lögregla þakkar veitta aðstoð ... Sjá meiraSjá minna
Tilkynning frá Almannavörnum:
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Raunveruleg hætta er á að neysluvatnslögnin rofni alveg.
Fyrir liggur að umfang skemmda er mikið og alvarlegt. Skemmdirnar ná yfir um 300 metra kafla á lögninni. Á myndum sem teknar hafa verið neðansjávar sést jafnframt að lögnin hefur færst verulega úr stað. Þessi staða gerir möguleika á bráðabirgðaviðgerð erfiða. Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjabæ, HS veitur, viðbragðsaðila og aðra hagaðila, vinna á næstu dögum að tillögum og framkvæmdum því tengdu. Markmið þeirrar vinnu er að tryggja öryggi og velferð Vestmanneyinga.
Að svo komnu er lögnin enn nothæf og þjónar vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu. Því er ekki þörf á að spara eða safna vatni.
... Sjá meiraSjá minna
Vona að vatnstankurinn sé fullur
Löggæslu- og fíkniefnaleitarhundurinn Skari og stjórnandi hans Heiðrún Huld Finnsdóttir, lögreglumaður í lögreglunni á Austurlandi hafa undanfarin misseri stundað krefjandi nám undir handleiðslu Steinars Gunnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra og erlendra hundaþjálfara. Náminu lauk. sl. föstudag 24.11. með útskrift á Sauðárkróki.
Auk Skara og Heiðrúnar útskrifuðust teymi frá nokkrum lögregluliðum, fangelsismálastofnun, sérsveit ríkislögreglustjóra og tollgæslunni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri, en Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Austurlandi var, af hálfu embættisins, viðstaddur útskrift Skara og Heiðrúnar.
Skari er lögreglumönnum á Austurlandi til aðstoðar þegar grunur er um fíkniefnamisferli sem og við reglubundið eftirlit með farþegaferjunni Norrænu á Seyðisfirði og flugi um Egilsstaðaflugvöll auk annarra tilfallandi verkefna.
Heiðrún Huld hefur umsjón með Skara og vinna þau saman sem teymi hvar sem þau koma.
Rétt er að hvetja alla sem búa yfir upplýsingum um fíkniefnamisferli að hafa samband við lögregluna á Austurland. Fullri nafnleynd er heitið. Þessum upplýsingum má koma á framfæri, beint við lögreglumenn embættisins, senda tölvupóst á austurland@logrelgan.is, hringja í síma lögreglunnar á Austurlandi, 4440600 eða í upplýsinga-/fíkniefnasímann sem tekur við fíkniefnaupplýsingum af öllu landinu, en hann er 800 5005.
... Sjá meiraSjá minna
Flott framtak og Steinar hefur sinnt þessari vinnu virkilega vel bæði við að þjálfa hunda og lögreglumenn til að vinna með fíkniefna hunda. Hlýtur að vera tími til kominn að vekja athygli orðunefndar á þessu frábæra starfi hans.💪🏆🥇
Þetta er jákvætt og flott, lofar góðu.
Flott að sjá þennan hóp og líka flott þegar fólk klæðir sig almennilega. Það hjálpar til að viðhalda virðingu fyrir embættinu að fólk klæðist almennilega...
Vonandi stendur hann sig jafnvel og Bilur ekki veitir af á þessum síðustu og verstu 🥰
Þessi eiga ekki eftir að verða í vandræðum með að finna partýin