Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi – súrálsskip á Reyðarfirði, COVID-19
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við …
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við …
Norræna kemur í fyrramálið með 77 farþega. Tveir þeirra greindust með COVID smit við komu um borð í Hirtshals í Danmörku. Báðir höfðu þeir áður …
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl, en maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir …
Á þessari síðu má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru fyrir ferðalög til Íslands vegna COVID-19. Nánar
Núna í kvöld erum við með löggutíst - þar sem við segjum frá öllum verkefnum lögreglu frá kl.16 til 04 í nótt. Því miður er töluvert að gera hjá okkur og útköll ansi margvísleg.
Fylgist með okkur á X og Threads - setjum hlekki í ummæli hér að neðan.
#löggutíst
... Sjá meiraSjá minna
Er ekki með Twitter/X eða hvað þetta heitir allt EG FYLGIST MEÐ FRÉTTUM Á FACEBOOK 👍
Leitin að Áslaugu B Traustadóttur, sem fram hefur farið á Tálknafirði undanfarna daga hefur enn ekki borið árangur.
Síðast var vitað um ferðir Áslaugar sunnudaginn 8. desember sl. Bifreið hennar fannst, mannlaus, á veginum rétt utan við þorpið á Tálknafirði, skammt frá flæðamálinu.
Ekkert bendir til þess að hvarf Áslaugar hafi borið að með saknæmum hætti.
Leitinni, sem hefur verið mjög umfangsmikil og nákvæm, hefur verið hætt um sinn. Henni mun þó verða fram haldið en þó með minna sniði.
Svæðisstjórn björgunarsveitanna á svæði 6 og lögreglan á Vestfjörðum vilja færa þakkir til allra viðbragðsaðila á Vestfjörðum sem tóku þátt í leitaraðgerðunum. En ekki síður er þeim viðbragðsaðilum sem komu lengra að færðar sérstakar þakkir. Þá er forsvarsfólki fyrirtækja á svæðinu færðar þakkir fyrir mikilvægt framlag, t.d. í formi vinnuframlags starfsfólks, láni á bátum, búnaði, húsnæði, hráefni til matargerðar og fl.
Þá unnu slysavarnakonur á svæðinu mikilvægt verkefni, en það var að sinna matseld fyrir alla þáttakendur leitarinnar. En þegar mest var munu um 100 manns hafa unnið að leitinni síðustu daga.
Lögreglan á Vestfjörðum hefur verið í sambandi við fjölskyldu Áslaugar undanfarna daga og upplýst um framvindu aðgerðanna. Hugur viðbragðsaðila er hjá ástvinum Áslaugar og öðrum ættingjum.
... Sjá meiraSjá minna
Löggutíst byrjað á X og threads - endilega fylgist með okkur þar. Verðum á vaktinni 16 - 04 í nótt.
#löggutíst
... Sjá meiraSjá minna
Well, er með hvorugt, þannig að ég missi af hasarnum 😎🫣
Átakanlegt að lesa um útkall vegna heimilisofbeldis😞
Vesen og svindl að er ekki lengur á faceb eða instagr... Hahahaha
dauði og djöfull að vera hættur að keyra fullur enginn sjéns á að verða frægur núna
verður hægt að fylgjast með á instagram ?
Mikilvæg innsýn í bæði gefandi en líka erfitt starf lögreglu, vel gert LRH