Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi – súrálsskip á Reyðarfirði, COVID-19
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við …
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskip við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. Mátu þau ástand og líðan áhafnarmeðlima sem greindust með Covid við …
Norræna kemur í fyrramálið með 77 farþega. Tveir þeirra greindust með COVID smit við komu um borð í Hirtshals í Danmörku. Báðir höfðu þeir áður …
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl, en maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir …
Á þessari síðu má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru fyrir ferðalög til Íslands vegna COVID-19. Nánar
Haustið 2013 var Umferðarsáttmáli allra vegfarenda afhentur þáverandi forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, við athöfn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Umferðarsáttmálanum, sem inniheldur nokkurskonar kurteisisreglur í umferðinni, var ætlað að auka sameiginlegan skilning á því hvernig við viljum haga okkur í umferð, hvernig við sýnum hvort öðru tillitssemi og stuðlum þannig að auknu öryggi.
Umferðarsáttmálinn var í vinnslu um nokkurra mánaða skeið, en hitann og þungann af starfinu báru fjórtán sjálfboðaliðar, karlar og konur á öllum aldri, sem allir höfðu brennandi áhuga á umferðarmálum og umferðaröryggi. Í tengslum við verkefnið var jafnframt haldið úti heimasíðu og fésbókarsíðu með það að markmiði að fá viðhorf sem flestra til þess hvernig umferð okkar og umferðarmenning á að vera, hvað við gerum vel og hvað við getum gert betur. Afraksturinn var Umferðarsáttmáli allra vegfarenda, en mynd af sáttmálanum fylgir hér með.
Hugmyndin að Umferðarsáttmálanum kom til umræðu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2012 og stofnaður var undirbúningshópur með þátttöku fulltrúa frá Umferðarstofu (nú Samgöngustofa). Auglýst var eftir þátttakendum á fésbókarsíðu lögreglunnar í ársbyrjun 2013 og í framhaldinu voru 14 manns valdir í verkefnið.
Umferðarsáttmálinn hefur að geyma mörg sjálfsögð atriði, sem vegfarendur ættu að hafa að leiðarljósi í umferðinni alla daga og því tilvalið að rifja þau upp hér og nú.
... Sjá meiraSjá minna
Umferðarsáttmálinn er góðra gjalda verður. Hins vegar tel ég allt tal frá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjölbreytta umferðarmenningu vera nánast marklausa á meðan reiðhjólafólk sem verður fyrir brotum í umferðinni og reiðhjólastuldi er því sem næst hunsað af þessari stofnun.
Góð samantekt sem mætti fá miklu meiri kynningu og umfjöllun.
Golfklúbbar eru með bari og svo keyra menn heim! Hjólreiðafélög enda hjólatúrinn á barnum og hjóla svo heim. Fáir gefa stefnumerki og enginn hjólreiðamaður. Enginn virðir hraðamörk hvorki á bíl eða hjóli. Fólk undir stýri notar síma. Svo til allir eru allt of nálægt. Kurteisi er horfin. Algengast er að menn troðast eins og kálfar að jötu í umferðinni. Enginn er með endurskinsmerki og fáir ljós. Fólk leggur eins og í Villta Vestrinu. Margir eins og 1-fyrir-2. Margir skella hurðum utan í eða keyra utan í og stinga svo af. Og Íslendingar fara bara ekki að lögum!
Lögreglan á Suðurlandi vill taka fram að hún er EKKI að sekta ökumenn bifreiða, sem eru komnar á nagladekk, þótt slík dekk séu almennt aðeins leyfð frá 1. nóvember til 15. apríl. Veturinn er hins vegar byrjaður að gera vart við sig og hitastig oft á tíðum undir frostmarki á nóttunni og viðbúið að frost og hálka séu byrjuð að láta á sér kræla þetta árið. Lögreglan hefur fengið mikið af fyrirspurnum um nagladekk frá ökumönnum og því er það undirstrikað að ökumenn bifreiða, sem eru búnar nagladekkjum, eiga ekki sekt yfir höfði sér. ... Sjá meiraSjá minna
Takk takk.
Skemmtanahald fór vel fram í embættinu um helgina. Bjórhátíð Ölverks var haldin í Hveragerði og Regnbogahátíð Mýrdælinga var haldin í Vík í Mýrdal og fóru hátíðirnar vel fram.
Þrír voru teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis um helgina og einn fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
14 voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða og var sá sem hraðast mældist á 138km/klst.
Lögregla sinnti 8 umferðarslysum en ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki í þeim. Í tveimur þessara tilfella var ekið á sauðfé.
Einn aðili brást illa við og veittist að lögreglumönnum þegar þeir hugðust veita honum aðstoð vegna andlegra veikinda og var hann handtekinn og honum veitt viðeigandi aðstoð innan heilbrigðiskerfisins. Engin meiðsl urðu á aðilanum né lögreglumönnunum.
Alls eru bókuð 106 verkefni sem lögreglumenn sinntu nú um helgina.
... Sjá meiraSjá minna