Lögreglan á Norðurlandi eystra
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Þórunnarstræti 138
600 Akureyri
Opnunartími: 09:00-15:00
Þjónustusími: 444 2800
Netfang: nordurland.eystra@logreglan.is
Lögreglustjóri umdæmisins: Páley Borgþórsdóttir
Umdæmið er eitt það stærsta á Íslandi og þekur tæplega 23.300 ferkílómetra landsins.
Vesturmörk umdæmisins fylgja miðjum Tröllaskaga til sjávar að Almenningsnöfum. Til suðurs fylgir vestasti hluti umdæmisins Eyjafjarðardölum, allt til Hofsjökuls og austur um til Vatnajökuls. Austurmörk umdæmisins eru frá Dyngjujökli, vestan við Kverkfjöll og norður eftir meðfram Jökulsá og til sjávar eftir Sandvíkurheiði, að Stapá, milli Viðvíkur og Strandhafnar.
Íbúafjöldi þann 01.01.2014 var 29.091.
Stærstu þéttbýlisstaðir eru Akureyri með 18.103 íbúa. Fjallabyggð, Ólafsfjörður og Siglufjörður ásamt dreifbýli með 2.010 íbúa. Norðurþing, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn og dreifbýli með 2.822 íbúa. Dalvíkurbyggð með 1.867 íbúa. Langanesbyggð, Þórshöfn og Bakkafjörður og dreifbýli með 531 íbúa. Svalbarðsstrandarhreppur, Svalbarðseyri og dreifbýli með 387 íbúa. Grýtubakkahreppur og Grenivík með 353 íbúa.
Innan umdæmisins eru aðrir þéttbýlisstaðir m.a. Árskógssandur og Hauganes, Hrísey, Grímsey, Reykjahlíð við Mývatn, Laugar í Reykjadal og Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.