Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Lögreglan á Austurlandi

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfemt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.

Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.  Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.

Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is

Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.

Aðrir stjórnendur eru:

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .

 

 

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Banaslys á Djúpavogi

Lögreglu barst tilkynning í dag kl. 12:45 um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík á Djúpavogi. Karlmaður hafði þá hlotið áverka eftir að hafa lent fyrir lyftara. Sjúkralið fór strax á vettvang.

Hinn slasaði, erlendur ferðamaður á sjötugsaldri, var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Það var bara tímaspursmál hvar og hvenær þetta myndi ske, blessað fólkið (túristarnir) er gangandi fyrir aftan lyftarana og við hliðina á þeim sama hvað er sagt við það, það þarf að loka þessum vinnusvæðum mikið betur, ég skora á sveitarfélögin að loka fyrir túristann á hafnarsvæðin þar sem löndun fer fram, en lyftaramaðurinn á alla mína samúð að þurfa að lenda í þessu.

En et hægt að réttlæta ofsaakstur lögreglu alveg frá Eskifirði og setja alla vegfarendur í lífshættu

3 banaslys ferðamenn þurfa að gæta sín betur, sorglegt

❤️

♥️

❤️

<3

❤️

❤️❤️

🤍🕯🕊

❤️

♥️

❤️

❤️❤️

💖

❤️

View more comments

3 vikum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Ekkert umferðarslys var skráð á Austurlandi í síðasta mánuði. Síðustu daga hefur þó borið talsvert á hraðakstri í umdæminu og er miður. Ökumenn eru því hvattir til að gæta að sér í umferðinni og virða hraðamörk.

Þá vekur lögregla athygli á að nagladekk eru óheimil undir bílum í umferð á þessum tíma árs. Viðurlög við slíku eru tuttugu þúsund króna sekt á hvert dekk.

Förum varlega.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

þann 30 maí skrifar Lögreglan á Austurlandi 30. maí kl. 11:33 · Síðustu daga hefur í tveimur tilvikum verið ekið á búfé í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi. Í öðru tilvikinu var ekið á á með tveimur lömbum á hringveginum í Fjarðabyggð. Miklar skemmdir urðu á ökutækinu. Í hinu tilvikinu var ekið á lamb.

4 vikum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Síðustu daga hefur í tveimur tilvikum verið ekið á búfé í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi. Í öðru tilvikinu var ekið á á með tveimur lömbum á hringveginum í Fjarðabyggð. Miklar skemmdir urðu á ökutækinu. Í hinu tilvikinu var ekið á lamb.

Lögreglan hvetur ökumenn af þessum sökum til að gæta vel að sér nú þegar búfé er á ferð við þjóðvegi landsins, illa að sér í þeim reglum er um umferð gilda.

Förum varlega.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Þegar eigendur búfjár verða gerðir ábyrgir fyrir tjóni á ökutækjum munum við hætta að sjá rollur við vegina.

Bændur ættu kannski að sjá sóma sinn í því að ganga girðingar áður en fé er sleppt út og beitt við þjóðvegi landsins.

Tími til að koma á vörsluskyldu búfjár?

Þið meinið væntanlega að ekið var á eina á með tveimur lömbum. Eða hvað ? Ekki tvær ær með tveimur lömbum. Ær - um á - frá á - til ær. Ærin - um ána - frá ánni - til ærinnar

Gersamlega óþolandi þessar fjandans rolluskjátur við og á vegum...SIGGI K :(

Sumir bændur eiga landið sem vegir liggja um, þjóðvegur eður ei. Væntanlega á fólk / ökumenn ekki meiri rétt en landeigendur.

Vegagerðin á að skaffa girðingar með vegstæðinu!

Er ekki lausaganga bufénaðar bönnuð?

Bændur báðu ekki um veg í gegnum sínar jarðir. En ekkert af ykkur búið að fara í bílpróf? Vitið þið ekki að gangandi vegfarendur er alltaf í rétti. Rollur eru vegfarendur😂

Eigendur geta passað sínar rollur. Viljum við auglýsa kjöt af vega lömbum ? Nei, hélt ekki.

Ég get alveg séð fyrir mér örlög fjárins sem ekið var á, en hér er hvergi spurt um afdrif þess. Er öllum sama ?

Ærlegur ert skólabróðir. En varla orðinn ær?

Ef ekið er á búfénað á afrétt er dýrið í rétti annars ökutækið.

Almennt góð regla að hægja á sér þegar maður sér dýr á ferð hvort það eru hreindýr, kindur eða hestar hvort sem þeir eru einir á ferð eða með knöpum. Svo er almenn kurteisi að hægja á sér þegar gangandi vegfarendur eru í vegköntum, hjólandi fólk eða kyrrstæðir bílar. Þetta lærði ég þegar ég var að læra á bíl og finnst þetta reyndar bara almennt commen sens.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram