Lögreglan á Austurlandi Jafnlaunastefna embættis lögreglustjórans á Austurlandi

Lögreglustjóri ber ábyrgð á að jafnlaunakerfi embættisins standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.  Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakefinu sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Jafnlaunastefnan nær til alls starfsfólks.10

Jafnlaunastefna lögreglustjórans á Austurlandi byggir á sanngirni og virðingu fyrir starfsfólki embættisins sem metið er að verðleikum.

 

Markmið með jafnlaunastefnunni er að allt starfsfólk verði metið eftir hæfni og frammistöðu, þannig að hæfileikar þess og færni fái notið sín og að þeim verði greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir starfsmenn óháð kyni. Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum, ef þau kjósa svo.

 

Embættið greiðir laun á grundvelli kjara- og stofnanasamninga. Launaákvarðanir eru skjalfestar, rökstuddar og undirritaðar af lögreglustjóra.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu embættisins.

Til að treysta framkvæmd og stefnu embættisins í málaflokknum og treysta undirstöður þess, skuldbindur embættið sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi, sem byggist á jafnlaunastaðli nr. ÍST 85, það    skjalfest og fá vottun í samræmi við lög nr. 56/2017 um jafnlaunavottun.
  • Framkvæma árlega launagreiningu, þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.
  • Bregðast við frávikum, komi þau fram, með stöðugum umbótum og eftirfylgni.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum, sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna starfsmönnum árlega niðurstöður launagreiningar.
  • Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.
  • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu lögreglunnar.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
3 dögum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Norræna kom í morgun til Seyðisfjarðar með 55 farþega innanborðs. Fimmtíu og einn þeirra fór í sýnatöku en fjórir hugðust halda áfram með skipinu og fóru því ekki í land. Tuttugu og tveir farþeganna fengu gistingu á sóttvarnarhótelinu í Hallormsstað. Aðrir ljúka sóttkví sinni annarsstaðar þar sem yfirvöld heimila.

Gert er ráð fyrir að um ellefu hundruð íbúar Austurlands verði bólusettir í þessari viku. Eru þá ríflega fjögur þúsund ýmist full bólusettir eða þeir hafið bólusetningu. Það er rétt um fjörutíu prósent íbúa. Skipulagning og umsjón þessa verkefnis hefur hvílt á starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Austurlands, HSA. Um gríðarstórt verkefni er að ræða og viðamikið. Það hefur gengið vel og þykir ástæða til að hrósa HSA fyrir þeirra þátt og ekki síður íbúum, en velvild þeirra, þolinmæði, þrautseigja og sveigjanleiki hefur átt stóran þátt í snurðulausum gangi þess.

Að endingu vekur aðgerðastjórn athygli á að ferðamönnum fer nú fjölgandi á landinu með auknum fjölda flugfarþega sér í lagi. Í því felast tækifæri en einnig áskoranir þegar litið er til sóttvarna. Gætum því að okkur sem fyrr og stuðlum þannig að ánægjulegu sumri.

Gerum þetta saman.
... Sjá meiraSjá minna

2 vikum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Meint sóttvarnabrot, – rannsókn

Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld. Þá var árshátíð haldin í umdæminu og lék grunur meðal annars á að fjöldatakmarkanir hafi ekki verið virtar miðað við þær samkomutakmarkanir sem í gildi eru.

Rannsókn hófst á laugardag og telst lokið. Málið verður nú sent ákærusviði embættisins sem tekur ákvörðun um framhaldið. Sektir fyrir brot á reglugerð nr. 440/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsótta sem gerðar eru forsvarsmönnum /skipuleggjendum samkomu skulu vera 250-500 þúsund samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara.

Lögregla vill nota þetta tækifæri til að árétta þær sóttvarnareglur sem í gildi eru og hvetja til sérstakrar gætni þegar kemur að samkomum. Hún bendir á að hægt er að senda fyrirspurn til aðgerðastjórnar almannavarnanefndar á Austurlandi ef vafi leikur á túlkun sóttvarnareglna. Hægt er að senda slíkar fyrirspurnir á austurland@logreglan.is eða sottvarnir@hsa.is.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Það væri margt hægt að gera annað og betra við þennan pening, en í sekt. Ja Sæll. 😮

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram