Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum

Hafnarstræti 1
400 Ísafirði
Beinn sími: 444 0400
Þjónustusími allan sólarhringinn: 444 0400
Netfang: vestfirdir@logreglan.is

Með lögreglustjórn í umdæminu fer lögreglustjórinn á Vestfjörðum með aðsetur á Ísafirði.

Sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum eru:
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu en í dag er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslur, Ísafjarðarsýslur og Strandir.

Barðastrandarsýslur ná frá syðsta hluta Vestfjarðarkjálkans, frá botni Gilsfjarðar að austanverðu út á Látrabjarg að vestan og norður að Langanesi í Arnarfirði. Margar eyjar Breiðafjarðar tilheyra sýslunni.

Strandasýsla heitir eftir strandlengjunni frá Hrútafirði norður að Geirólfsnúpi.
Ísafjarðarsýslur taka yfir landsvæðið frá Langanesi í Arnarfirði allt norður í Horn og þaðan í Geirólfsnúp við sunnanverðan Reykjafjörð, þar sem sýslumörk Ísafjarðar- og Strandasýslu eru.

Þannig nær umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum yfir nær allan Vestfjarðarkjálkann að undaskildum Bæjarhreppi í Strandasýslu, en hann sameinaðist Húnaþingi Vestra þann 1. janúar 2012. Umdæmið nær norður Strandir og fyrir Hornbjarg, suður fyrir Látrabjarg til Gilsfjarðar. Sýslumörk eru áfram við Vestur-Húnavatnssýslu í austri, Mýrasýslu og Dalasýslu í suðri.

Flatarmál Vestfjarða er 9.356 ferkílómetrar. Þar af eru eyjar og sker 21.5 ferkílómetrar. Til samanburðar er flatararmál Íslands, með eyjum og skerjum, 102.712 ferkílómetrar. Embættinu tilheyrir ein lengsta strandlengja landsins eða rúmlega 2000 km. Strandlengja Íslands er í heild 4970 km. Stofn- tengi- og landsvegir, auk héraðsvega að öllum byggðum bæjum sem hafa ábúendur (lögheimili) í umdæminu, eru samtals 1553 km.

Íbúar í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum 1. janúar 2014 voru 6972 og skiptust þannig eftir sveitarfélögum:
Bolungarvíkurkaupstaður 950, Ísafjarðarbær 3639, Súðavíkurhreppur 202, Árneshreppur 53, Kaldrananeshreppur 105, Strandabyggð 506, Reykhólahreppur 271, Vesturbyggð 949 og Tálknafjarðarhreppur 297.

Lögreglustöðvar eru á Ísafirði, Hólmavík og á Patreksfirði og lögreglumenn eru 20 talsins.

Lögreglustöðvar

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
11 tímum síðan
Lögreglan á Vestfjörðum

Fíkniefnamál.

Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram.

Búnaður og uppskera ræktunar voru haldlögð og einn aðili handtekinn. Hinum handtekna var sleppt úr haldi að lokinni yfirheyrslu.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki tímabært að tilgreina umfang efna og máls að svo stöddu.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Mèr var sagt að þetta hafi bara verið dill sem var tekið 😳 og gulrótagrös

5 dögum síðan
Lögreglan á Vestfjörðum

Rýnifundur viðbragðsaðila.

Í dag komu saman þeir viðbragðsaðilar sem tókust saman á við umferðarslysið sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkveldi.

En þá varð tveggja bíla árekstur með fimm manns innanborðs. Beita þurfti viðeigandi tækjum við að ná hinum slösuðu úr a m k annarri bifreiðinni.

Allir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði en síðan þrír þeirra með sjúkravélum til Reykjavíkur.

Allir eru úr lífshættu, en enn inniliggjandi. Tveir á Ísafirði en þrír í Reykjavík.

Þessar góðu fréttir bárust á rýnifundinn, sem sannarlega gladdi alla.

Á rýnifundinn mættu á sjötta tug.

Farið var yfir aðgerðirnar í gær og voru allir sammála því að verkefnið hafi verið unnið vel og vel hafi til tekist. Alltaf er þó hægt að læra og gera betur.

Allir voru sammála því að æfingar skiptu sköpum við fagleg vinnubrögð og samhæfingu. Kallað var eftir fleiri æfingum við hópslysum á misjöfnum stöðum í umdæminu.

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn og aðgerðastjórnandi hrósaði öllum viðbragðsaðilum og þakkaði þeim fyrir faglega unnið verk. Traustvekjandi að vita af þessum samtakamætti margra eininga.
... Sjá meiraSjá minna

Rýnifundur viðbragðsaðila.

Í dag komu saman þeir viðbragðsaðilar sem tókust saman á við umferðarslysið sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkveldi.

En þá varð tveggja bíla árekstur með fimm manns innanborðs. Beita þurfti viðeigandi tækjum við að ná hinum slösuðu úr a m k annarri bifreiðinni. 

Allir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði en síðan þrír þeirra með sjúkravélum til Reykjavíkur.

Allir eru úr lífshættu, en enn inniliggjandi. Tveir á Ísafirði en þrír í Reykjavík.

Þessar góðu fréttir bárust á rýnifundinn, sem sannarlega gladdi alla. 

Á rýnifundinn mættu á sjötta tug. 

Farið var yfir aðgerðirnar í gær og voru allir sammála því að verkefnið hafi verið unnið vel og vel hafi til tekist. Alltaf er þó hægt að læra og gera betur. 

Allir voru sammála því að æfingar skiptu sköpum við fagleg vinnubrögð og samhæfingu. Kallað var eftir fleiri æfingum við hópslysum á misjöfnum stöðum í umdæminu.

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn og aðgerðastjórnandi hrósaði öllum viðbragðsaðilum og þakkaði þeim fyrir faglega unnið verk. Traustvekjandi að vita af þessum samtakamætti margra eininga.

Comment on Facebook

Hetjur þetta fólk! 🙏

Mikið er gott að heyra það. ❤️

Vel gert! Áfram þið

💕🙏💕

❤️❤️❤️

❤️

View more comments

6 dögum síðan
Lögreglan á Vestfjörðum

Alvarlegt umferðarslys.

Kl.19:38 í kvöld barst Neyðarlínunni tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Hnífsdalsvegi. Tvær fólksbifreiðar, sem ekið var úr sitt hvorri áttinni, rákust saman. Hópslysaáætlun var virkjuð, sem felur í sér boðun fjölmargra viðbragðsaðila á norðanverðum Vestfjörðum.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum var virkjuð, sem og samhæfingamiðstöð almanna í Skógarhlíð í Reykjavík.

Í bifreiðunum tveimur voru alls 5 manns, sem allir voru fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.

Kallað var eftir tveimur sjúkraflugvélum frá Akureyri til Ísafjarðar. Þær fluttu þrjá af þeim fimm sem um ræðir til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. Hinir er tveir verða áfram til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Auk lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tók fjöldi björgunarsveitafólks, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningsmenn, lögreglumenn og fulltrúar frá Rauða krossi Íslands þátt í aðgerðinni, eða um 50 manns.

Viðbragðsaðilar hafa lokið störfum. Aðstæður á vettvangi og verkefnið í heild var krefjandi en allir viðbragðsaðilar stóðu sig ákaflega vel. Er þeim þökkuð metnaðarfull vinna. Starfsfólk RKÍ var strax kallað til og hefur veitt aðstandendum hinna slösuðu andlegan stuðning.

Rannsókn á tildrögum slyssins er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Guð hjálpi ykkur

❤️🙏❤️

❤️

❤️🙏

❤️🙏

❤️

❤️❤️

❤🙏❤

❤️

🙏🏻🙏🏻🙏🏻

❤️❤️

❤️🙏❤️

❤️❤️

🙏🙏

❤️❤️

❤️🙏❤️

❤️

❤️❤️❤️

❤️

❤️🌹❤️🌹❤️

<3

❤️

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram