23 Janúar 2021 09:52

Ákveðið hefur verið að rýma reit 9 á Ísafirði vegna snjóflóðahættu (sjá meðfylgjandi kort). Á þessum reit eru atvinnuhúsnæði. Áður hafði verið tryggt að húsin væru mannlaus eftir að vinnu lauk í gær.

Nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan þessara atvinnuhúsa. Ekkert þessara snjóflóða hefur verið mjög stórt. Sorpmóttaka í Funa er einnig lokuð vegna snjóflóðahættu.

Snjókoma hefur verið með köflum síðan á laugardag fyrir viku og töluverð snjósöfnun síðasta einn og hálfa sólarhring. Spáð er svipuðu veðri fram eftir sunnudegi og síðan hægari NA-átt fram á mánudag. Áfram má búast við snjóflóðaástandi og samgöngutruflunum á Vestfjörðum í dag og eru upplýsingar uppfærðar reglulega á www.vegag.is.

Hér má finna rýmingaráætlun fyrir Ísafjörð: https://www.vedur.is/ofanflod/vidbunadur/isafjordur/