Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 2 – Flatahraun 11, Hfj.

Frá lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði (lögreglustöð 2) er sinnt verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Helstu stjórnendur eru Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri og Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi. Skúli er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng: skuli.jonsson@lrh.issaevarg@lrh.ishelgig@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Gleðilegt sumar þið öll og mikið sem það byrjar vel! Nú er svo komið að tími nagladekkja er liðinn og þeir sem enn eru með slíkan útbúnað þurfa að fara að skipta yfir á dekk sem hæfa betur auðum götum. Alltaf eru einhverjir sem hyggja á langferðir, t.d. norður í land eða Vestfirði – en þar ríkir enn vetrarfærð og þar sem landið er jú ein heild, er ekki hægt að fara að sekta fyrr en sumarfærð er komin hjá okkur öllum.
Við viljum því byrja á að ýta við þeim sem enn eru á negldum börðum að skipta sem allra fyrst en í upphafi maí verður endurskoðað og væntanlega byrjað að sekta úr því.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Samt var byrjað að sekta á miðvikudaginn og í gær hér á höfuðborgarsvæðinu.

Fleiri tugþúsundir á nagladekkjum og verkstæði anna þessu varl einn tveir og þrír Samt eru þið byrjaðir að sekta Munu þeir sem hafa fengist sekt fá þær felldar niður? Vonandi sjáið þið að ykkur með þá aðila því færðin er alls ekki góð á hinum ýmsu stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu næstu lausu tímar í dekkjaskipti hjá helstu stöðvum eru um og uppúr miðjum maí. Þegar vorið er seint á ferð er dekkja örtröðin það líka. Þið hljótið að þurfa að bíða með sektir þangað til bæði vetrarfærð er lokið og fólk kemst að á dekkjaverkstæðum. Þetta árið er það ekki fyrr en í fyrsta lagi 20. maí.

Gott mál Við búum á Íslandi þar sem sömu lög eru og bílar eru farartæki sem fara milli landshluta Það eru ekki sérlög á höfuðborgarsvæðinu Nú hafa orðið 10 banaslys á árinu flest á landsbyggðinni ekki viljum við fjölga þeim vegna vanbúina ökutæka til vetraraksturs.

Vel gert. Er kominn á sumardekk en það er enn mikil vetrarfærð fyrir norðan. Væri glórulaust að fara að sekta fólk fyrir að vera vel útbúið fyrir slíka færð og í raun bara ábyrgðarlaust að ætla að setja fólk í hættu með því að skikka það á sumardekk strax.

Ég er fyrir norðan og þarf að fara suður um næstu helgi. Hér er enn við frostmark um nætur og snjókoma/slydda ennþá. Held ég þori ekki að skipta fyrr en ég er komin heim aftur. Haldið þið að þið mynduð sekta mig um næstu helgi, eða byrjið þið ekki að sekta fyrr en eftir þá helgi, kannski

Er með pantaðan tíma í dekkjaskipti 8. maí. En þarf að nota bílinn þangað til eg kemst að. Er að keyra milli landshluta sem er vinnutengt. Kannski þarf að uppfæra þessi lög eitthvað þannig að þau samræmist árstíðir, veður og biðraðir sem geta myndast á dekkjaverkstæðum á þessum tímum.

Hvað er sektin a dekk I dag? 🤔🤔🤔

Ég bý útá landi og það er oft fljúgandi hálka á heiðinni sem ég þarf að fara alveg framí maí. Veturinn og hálkan fer nefnilega ekki eftir manngerðum dagsetningum 😆

Nú fékk ég ekki tíma fyrr en 8 maí, var ekkert laust fyrr 🤷‍♀️😳

Aaaahverju er Gísli Marteinn ekki búinn að kommenta á þennan póst ! Ég bíð spenntur eftir mínum manni 🤩

Auðvitað á að sekta strax og lög segja að ólöglegt sé að nota nagladekk. Nú annars þarf að breyta lögunum . Þeir sem ekki treysta sér á hardkornadekkjum yfir heiðar eiga bara að taka rútu og láta aðra vanari ökumenn um að keyra. Nagladekk eru falskt öryggi sem engum kemur vel. Banna á nagladekk innan borgarmarkanna og þeir sem samt telja sig þurfa þau eiga að greiða sérstakt gjald í borgarsjóð vegna slita á götum borgarinnar og mengunaráhrifum frá þessum skaðvaldi sem nagladekkið er.

Já takk fyrir áminningu en kemst ekki að á dekkjaverkstæði fyrr en í næstu viku, vonandi sleppur það 🙏😀

Lamgbest er að vera á heilsársdekkjum og sleppa við þetta vesen alltaf

Bíddu bíddu var ekki verið að sekta fólk fyrir að vera á nagladekkjum í 101 Rvk 😂

Fékk góðlátlegt nikk frá tveimur mótorhjólalöggum á miðvikudaginn fór strax, sótti dekk Og lét skifta takk😅

Ég þorði ekki annað en að rjúka til og skipta því ég þarf að fara suður yfir heiðar á mánudag. Vona bara að það verði ekki hálka.

Frábært, dekkin mín töfðust aðeins en þau eru lent en fékk ekki tíma fyrr en eftir helgi 😐 Þá get ég keyrt um óhræddur um helgina 😊 Er þetta ekki annars samræmt svar milli embætta ? Lögreglan á Suðurnesjum gildir það sama hjá ykkur ?

Sáttur með annan fjölskyldubílinn þar sem ég næ líklega að komast í umfelgun á morgun. Aðeins verra með hinn en hann er notaður í lengri túrana ef og þegar þeir eru. Hann fær líklega sumardekkjaganginn í næstu viku...

Gleðilegt sumar 😎❤

Gleðilegt sumar ☀☀☀☀

Gleðilegt sumar ☀️😎🥰

Er einmitt á leiðinni norður um helgina og þar er spáð næturfrosti og hálku á nær öllum heiðum, amsk snemma dags. Gott að skynsemin er látin ráða svona annars lagið...

Gleðilet sumar öll sömul ...

Takk fyrir þetta. Ég treysti ekki veðurguðunum alveg strax. Sæki vinnu af Suðurlandi yfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Hann spáir kólnandi í bili.

View more comments

Mikilvægasti bankinn! ... Sjá meiraSjá minna

Mikilvægasti bankinn!

Það að gæta trúnaðar er einn af máttarstólpum okkar starfs, stundum þannig að það er erfitt að mega ekki deila meira af okkar störfum með ykkur öllum hinum. Þessvegna er ánægjulegt að geta deilt með ykkur núna var að koma út afar áhugaverður þáttur sem unninn er af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, blaðamanni á Heimildinni, um störf Kynferðisbrotadeildarinnar okkar.
Störf deildarinnar eru vandmeðfarin og stundum umdeild, enda snýr starf þeirra að þeim brotum sem standa hjarta okkar næst - og særa það sem tekur oft mestan tíma að gróa. Vegna þessa leggur LRH afar mikla áherslu á að vanda vinnu við rannsóknir slíkra brota.
Við hvetjum alla til að hlýða á þennan þátt og fræðast um störf okkar fólks.
Hlekkur á þáttinn er hér efst í ummælum - hér að neðan. 👇
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvernig gengur rannsóknin á stolnu fósturvísunum?

Eru þið byrjaðir að sekta fyrir nagla?

löggan ætti að hafa meira vald til að sýna almenning nákvæmlega það sem er að gerast í okkar samfélagi. íslenska löggan ætti að horfa til noregs og danmörku hvað það varðar. þar sem það er aldrei fjallað náklvæmlega um hlutina alltaf farið framhjá sannleikanum í flestum tilvikja til að ''ýta'' ekki undir hræðslu í samfélaginu. þar sem tilfinningar skiptir meira máli í dag en sannleikurinn, og eftir allt saman þá vinnur lögreglan fyrir almenning

Friðhelgisbrot og dark web lögbrot þar sem fòlk er sett upp. Er þetta algengt erlendis? Èg er að lenda ì hræðilegu màli þar sem var brotið à ungabarni og efnið lìklegast selt fyrir mikin pening. Èg kann ekki à dark web enn veit að það er hòpur af hàtt settum einstaklingum og fòlki ùr fìkniefnaheiminum sem planaði að komast upp með morð og mannorðsmeiðingar og braut à ungabarni til þess að lètta undir morðinu. Og svona "engin myndi gruna" egò manìskt hugarfar. Hvernig myndi maður snùa sèr? Hef verið friðhelgisbrotin af þessu hàtt setta fòlki ì àratug sirka og vildu þau hylma yfir það með tilraun til manndràps og klìna à mig barnanìð(sem àtti sèr stað à meðan èg var à spìtala) er með vitni af àverkum barnsins þar sem fjölskyldu meðlimurinn var að gæta barnsins à meðan èg fèkk heimsokn og var inniliggjandi à spìtalanum. Við settum ekki saman tvo og tvo um að um kynferðisbrot à svona ungu barni var að ræða. Grunar fastlega að þau noti mìnar ip tölur (er mjög lèleg à tölvur) enn èg er viss um að það sèu alveg fleiri enn mìn tala þarna inna. Èg er að tala við lögfræðing enn væri til ì fleiri augu à þetta màl og innskot þar sem stolt og skömm er mjög hættulegt þegar siðblint fòlk planar ofbeldisverk à börn eða ungt fòlk. Èg fòr niðra lögreglustöð enn svona stòr saga er hættuleg fyrir eina rödd

Ef þið virtuð nú oftar þagnarskyldan, væri það stórsigur. Það er í mínum Huga ekki ykkar helsta einkenni. Þvert á móti. Þess vegna er þessi status ansi ótrúverðugur í fyrsta lagi. 2) Mín reynsla er af lögreglunni sem áhorfandi og þátttakandi er meira neikvætt en jákvætt. Kynferðisbrot skiptu engu máli fyrir ykkur fyrir 20 arum, 17 árum, 7 árum. Hvað breyttist? Sannsögli er heldur ekki ykkar tákn.

Okkar fólk.

Þetta trúnaðar þvæl er náttúlega bara mesti brandarinn 🤡💩

Yfirvöld gáfu þessum leigubílaprófið

❤️

I wish you more success, our police

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram