Frá 1. janúar 2021 (00h00 CET) munu breskir ríkisborgarar, sem í dag njóta frjálsrar farar sem ríkisborgarar EES/EFTA svæðisins, teljast til þriðju ríkis borgara þegar aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu lýkur þann 31. desember 2020 (23h59 CET).
Þetta þýðir að frá áramótum munu þær reglur sem gilda um komu þriðju ríkis borgara einnig ná til komu breskra ríkisborgara, m.a. um ferðatakmarkanir vegna COVID-19.
ATHUGIÐ hins vegar að breskir ríkisborgarar (og fjölskyldumeðlimir þeirra) sem hafa fasta búsetu á Íslandi eða eiga hér dvalar- eða búseturétt fyrir 31. desember 2020 munu halda þeim réttindum sínum eftir 1. janúar 2021 í samræmi við samning sem undirritaður var af EES/EFTA ríkjunum og Bretlands um útgönguskilmála.
Þessir bresku ríkisborgarar (og fjölskyldumeðlimir þeirra) geta því enn ferðast til og frá Íslandi og ferðatakmarkanir vegna COVID-19 eiga ekki við þá. Þar til íslensk stjórnvöld hefja útgáfu nýrra dvalarskírteina fyrir breska ríkisborgara sem eiga hér dvalar- eða búseturétt fyrir 1. janúar 2021 þá er mælt með því að breskir ríkisborgarar sem hyggjast ferðast yfir landamærin sæki um búsetutímavottorð (C-122) hjá Þjóðskrá til sönnunar á dvalarrétti hér á landi.
Vottorðið er hægt að fá rafrænt. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Útlendingastofnunar