Starfsmenn Fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra (FMR) veita lögreglumönnum úti á vettvangi aðstoð í formi leiðbeininga, upplýsinga o.fl. Starfsmenn FMR taka á móti neyðarsímtölum og tilkynningum til lögreglu, annast útkallsstýringu alls útkallsliðs lögreglu og stýra fyrstu aðgerðum lögreglu þegar hættu ber að höndum.
Þá er FMR aðgerðarstjórnstöð ríkislögreglustjóra vegna öryggismála. Auk þess sinnir FMR vöktun Sirene-skrifstofu vegna Schengen-samstarfsins og vaktar önnur upplýsinga- og samskiptakerfi utan dagvinnutíma.
FMR er samtengd starfsemi Samhæfingar- og stjórnstöðvar almannavarna (SST) og er hluti af áhöfn hennar.
FMR er hluti af starfseiningum í Skógarhlíð 14 sem í daglegu tali kallast Björgunarmiðstöðin.