Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Miðlæg rannsóknardeild

Miðlæg rannsóknardeild embættisins er staðsett á Hverfisgötu 113-115, Reykjavík – sími 444 1000.

Deildin annast m.a. rannsóknir alvarlegra ofbeldisbrota, kynferðisbrota, meiri háttar fjármunabrota og skipulagðrar brotastarfsemi, t.d. fíkniefnabrota, mansals og vændis. Hlutverk rannsóknardeildar LRH er að sinna rannsóknum flókinna, viðamikilla sakamála þar sem m.a. getur þurft að leiða saman hóp sérfræðinga og afla gagna víða.

Deildinni er skipt í tvennt. Annars vegar er kynferðisbrotadeild og hinsvegar deild sem sinnir skipulagðri brotastarfsemi og meiriháttar afbrotum.

Stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar er Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn.

Ef óska á eftir upplýsingum um mál eða senda inn ábendingar er rétt að senda slíkt á netfangið abending@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Hlýnar í veðri á höfuðborgarsvæðinu.

Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Á vestanverðu landinu eru líkur á flughálku síðdegis þegar rignir á frosna vegi.

Förum varlega í umferðinni sem annars staðar.
... Sjá meiraSjá minna

Árið 2024 voru skráð rúmlega 148 þúsund mál hjá lögreglu á öllu landinu sem gerir um 405 mál á dag og 17 mál á hverri klukkustund. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölfræði, sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman.

Verkefni lögreglu geta verið margvísleg og tengjast ekki alltaf afbrotum heldur einnig veikindum, slysum eða öðru sem fólk þarf aðstoðar með. Um 31% landsmanna leita til lögreglu með þjónustu eða aðstoð árlega.

Flest hegningarlagabrot eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.400 talsins sem er svipaður fjöldi og árið á undan.

Árið 2024 var heildar fjöldi ofbeldisbrota lægri en meðaltal síðustu þriggja ára (↓3%) en brotin hafa þó verið óvenju mörg árin 2021-2024 miðað við áratuginn þar á undan (rétt yfir 2.000 að meðaltali 2021-2024 en um 1.500 að meðaltali áratug þar á undan). Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru rétt um 300 talsins (↑19%) árið 2024 og því um fimmtungi fleiri en að meðaltali árin 2021-2023.

Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp hér á landi ef miðað er við fjölda látinna á íbúa ef litið er aftur til aldamóta. Grunur var um manndráp í sjö málum en alls létust átta einstaklingar í málunum.

Lögregla og tollgæsla leggja hald á talsvert magn fíkniefna á hverju ári. Árið 2024 var engin undantekning þar á en lagt var hald á rúmlega 283 kg. af maríjúana sem er mesta magn sem lögregla og tollur hafa haldlagt á einu ári.

Árið 2024 var því viðburðarríkt hjá lögreglu, en þess utan hélt náttúran áfram að láta finna fyrir sér og voru jarðhræringarnar á Reykjanesi viðamestar. Alls gaus sex sinnum í Sundhnúksgígaröð við Grindavík.

Á árinu tókst lögregla jafnframt á við eitt stærsta löggæsluverkefni sem hún hefur sinnt, Norðurlandaráðsþingið, sem fór fram hér á landi í lok október. Margir erlendir þjóðarleiðtogar komu á þingið og var forseti Úkraínu meðal gesta. Rúmlega 300 lögreglumenn komu að verkefninu og sinntu öryggisgæslu á meðan þinginu stóð.
... Sjá meiraSjá minna

Árið 2024 voru skráð rúmlega 148 þúsund mál hjá lögreglu á öllu landinu sem gerir um 405 mál á dag og 17 mál á hverri klukkustund. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölfræði, sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman. 

Verkefni lögreglu geta verið margvísleg og tengjast ekki alltaf afbrotum heldur einnig veikindum, slysum eða öðru sem fólk þarf aðstoðar með. Um 31% landsmanna leita til lögreglu með þjónustu eða aðstoð árlega.

Flest hegningarlagabrot eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.400 talsins sem er svipaður fjöldi og árið á undan.

Árið 2024 var heildar fjöldi ofbeldisbrota lægri en meðaltal síðustu þriggja ára (↓3%) en brotin hafa þó verið óvenju mörg árin 2021-2024 miðað við áratuginn þar á undan (rétt yfir 2.000 að meðaltali 2021-2024 en um 1.500 að meðaltali áratug þar á undan). Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru rétt um 300 talsins (↑19%) árið 2024 og því um fimmtungi fleiri en að meðaltali árin 2021-2023.

Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp hér á landi ef miðað er við fjölda látinna á íbúa ef litið er aftur til aldamóta. Grunur var um manndráp í sjö málum en alls létust átta einstaklingar í málunum. 

Lögregla og tollgæsla leggja hald á talsvert magn fíkniefna á hverju ári. Árið 2024 var engin undantekning þar á en lagt var hald á rúmlega 283 kg. af maríjúana sem er mesta magn sem lögregla og tollur hafa haldlagt á einu ári.

Árið 2024 var því viðburðarríkt hjá lögreglu, en þess utan hélt náttúran  áfram að láta finna fyrir sér og voru jarðhræringarnar á Reykjanesi viðamestar. Alls gaus sex sinnum í Sundhnúksgígaröð við Grindavík.

Á árinu tókst lögregla jafnframt á við eitt stærsta löggæsluverkefni sem hún hefur sinnt, Norðurlandaráðsþingið, sem fór fram hér á landi í lok október. Margir erlendir þjóðarleiðtogar komu á þingið og  var forseti Úkraínu meðal gesta. Rúmlega 300 lögreglumenn komu að verkefninu og sinntu öryggisgæslu á meðan þinginu stóð.

Comment on Facebook

Takk fyrir að standa vaktina

Takk fyrir ykkar störf fyrir okkur íbúa. Ómetanleg

Takk fyrir ykkar starf!

Takk fyrir ykkar starf!

Ég vil ekki sjá meira til vélhjólagangstera lögreglu lýðveldisins- þeir eru ansi illilegir fautar og tuddar á svipinn.Ég held að nefnd um eftirlit með lögreglu ætti að athuga þessa bófa í búningum hræðandi fólk að ástæðulausu á götum úti.

Þetta var samt óþarfi: " 283 kg. af maríjúana ". Efnið er best geimt hjá neytendum.

Vonandi verður betri hugsun og réttari ákvarðanir teknar til ykkar á komandi ári með fjárlögum takk fyrir allt

Ríkislögreglustjóri er að misnota mitt vald. Ég týndi lögreglu stjörnu, kórónu og kúlupenna á höfða 1986

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram