Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.
Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt og rannsóknardeild.
Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.
Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.
Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.
Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is
Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla frekar eftir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra.
Reglulega er tilkynnt um innbrot í bíla í umdæminu, en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta enda er jólagjafavertíðin á fullu þessa dagana. Því er full ástæða til að ítreka þessi varnaðarorð. Að síðustu er minnt á mikilvægi þess að skilja bíla ekki eftir ólæsta og þaðan af síður í gangi á meðan skroppið er frá.
... Sjá meiraSjá minna
Takk fyrir ábendinguna
Bara vera með litabombu inni pakkan
Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og gildir hún frá kl. 18-23 í kvöld, en spáð er suðaustan 13-20 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum, einkum í efri byggðum og á Kjalarnesi. Fólk sem er á leið til eða frá höfuðborgarsvæðinu ætti líka að hafa þetta hugfast, en mjög blint verður í snjókomu og með hvössum vindi sums staðar suðvestantil síðdegis og í kvöld ef spáin gengur eftir. Einkum frá um kl. 16 og fram undir miðnætti. Hvað verst yfir Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Sömuleiðis á Kjalarnesi, eins og áður sagði, en þar er varað við leiðindaveðri og færð á milli kl. 16 og 19. ... Sjá meiraSjá minna
Skemmdarverk á Seltjarnarnesi - vitni óskast
Skemmdir voru unnar á um tíu bifreiðum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð, en þær voru allar kyrrstæðar í bifreiðastæðum við Austurströnd þegar verknaðurinn átti sér stað. Þar var á ferðinni skemmdarvargur sem rispaði allar bifreiðarnar með einhvers konar áhaldi - svo mikið tjón hlaust af. Svo virðist sem hinn óprúttni aðili hafi verið á ferðinni oftar en einu sinni, en bifreiðarnar, sem urðu fyrir barðinu á skemmdarvargnum, voru við Austurströnd 2-10.
Þau sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna
Er engri myndavél beint á bílastæðin? Þetta er svo gremjulegt og rándýrt að láta gera við ææ.
Er þetta ekki dálítið seint á ferðinni hugsanlegir sjónarvottar löngu búnir að gleyma.
Hún Dóra Björt hjá borgini lýsti því yfir á samfélagsmiðlum fyrir nokkru að hana dreymdi um að lykla bíla. Er búið að tala við hana?