Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.
Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt og rannsóknardeild.
Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.
Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.
Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.
Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is
Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Hlýnar í veðri á höfuðborgarsvæðinu.
Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Á vestanverðu landinu eru líkur á flughálku síðdegis þegar rignir á frosna vegi.
Förum varlega í umferðinni sem annars staðar.
... Sjá meiraSjá minna
Árið 2024 voru skráð rúmlega 148 þúsund mál hjá lögreglu á öllu landinu sem gerir um 405 mál á dag og 17 mál á hverri klukkustund. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölfræði, sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman.
Verkefni lögreglu geta verið margvísleg og tengjast ekki alltaf afbrotum heldur einnig veikindum, slysum eða öðru sem fólk þarf aðstoðar með. Um 31% landsmanna leita til lögreglu með þjónustu eða aðstoð árlega.
Flest hegningarlagabrot eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 9.400 talsins sem er svipaður fjöldi og árið á undan.
Árið 2024 var heildar fjöldi ofbeldisbrota lægri en meðaltal síðustu þriggja ára (↓3%) en brotin hafa þó verið óvenju mörg árin 2021-2024 miðað við áratuginn þar á undan (rétt yfir 2.000 að meðaltali 2021-2024 en um 1.500 að meðaltali áratug þar á undan). Meiriháttar og stórfelld ofbeldisbrot voru rétt um 300 talsins (↑19%) árið 2024 og því um fimmtungi fleiri en að meðaltali árin 2021-2023.
Ekki hafa verið skráð fleiri manndráp hér á landi ef miðað er við fjölda látinna á íbúa ef litið er aftur til aldamóta. Grunur var um manndráp í sjö málum en alls létust átta einstaklingar í málunum.
Lögregla og tollgæsla leggja hald á talsvert magn fíkniefna á hverju ári. Árið 2024 var engin undantekning þar á en lagt var hald á rúmlega 283 kg. af maríjúana sem er mesta magn sem lögregla og tollur hafa haldlagt á einu ári.
Árið 2024 var því viðburðarríkt hjá lögreglu, en þess utan hélt náttúran áfram að láta finna fyrir sér og voru jarðhræringarnar á Reykjanesi viðamestar. Alls gaus sex sinnum í Sundhnúksgígaröð við Grindavík.
Á árinu tókst lögregla jafnframt á við eitt stærsta löggæsluverkefni sem hún hefur sinnt, Norðurlandaráðsþingið, sem fór fram hér á landi í lok október. Margir erlendir þjóðarleiðtogar komu á þingið og var forseti Úkraínu meðal gesta. Rúmlega 300 lögreglumenn komu að verkefninu og sinntu öryggisgæslu á meðan þinginu stóð.
... Sjá meiraSjá minna
Takk fyrir að standa vaktina
Takk fyrir ykkar störf fyrir okkur íbúa. Ómetanleg
Takk fyrir ykkar starf!
Takk fyrir ykkar starf!
Ég vil ekki sjá meira til vélhjólagangstera lögreglu lýðveldisins- þeir eru ansi illilegir fautar og tuddar á svipinn.Ég held að nefnd um eftirlit með lögreglu ætti að athuga þessa bófa í búningum hræðandi fólk að ástæðulausu á götum úti.
Þetta var samt óþarfi: " 283 kg. af maríjúana ". Efnið er best geimt hjá neytendum.
Vonandi verður betri hugsun og réttari ákvarðanir teknar til ykkar á komandi ári með fjárlögum takk fyrir allt
Ríkislögreglustjóri er að misnota mitt vald. Ég týndi lögreglu stjörnu, kórónu og kúlupenna á höfða 1986
Svikapóstar - enn og aftur. ... Sjá meiraSjá minna
Varúð! Svikapóstar í nafni ríkislögreglustjóra
Embætti ríkislögreglustjóra berast nú aftur tilkynningar um tölvupóst þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er ranglega titluð sem sendandi og skilaboðin ranglega...hlýlega??
Ríkislögreglustjóri er svikari... same shit