Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Lögreglan á Austurlandi

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfemt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.

Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.  Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.

Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is

Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.

Aðrir stjórnendur eru:

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .

 

 

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 dögum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Skyrgámur nýkominn af fjöllum og akandi síðasta spölinn stöðvaði í gær hjá lögreglumönnum í Fjarðabyggð sem þá voru við umferðareftirlit. Sveinki var áhugasamur og ræðinn. Hafði veitt því athygli að ökumenn fengu að blása í mæli af einhverju tagi. Fékk að spreyta sig og hafði gaman af. Sagði í óspurðum fréttum enga óreglu á fjöllum. Slíkt liði móðir hans ekki.

Hvarf við svo búið enda á hraðferð nokkurri, stutt í að börnin færu að sofa og vildi nýta tímann vel.

Um leið og honum, bræðrum hans og fjölskyldunni allri er óskað velfarnaðar þessi jól sem önnur hvetur lögregla ökumenn og vegfarendur til að fara varlega þarna úti og gæta hvert að öðru.
... Sjá meiraSjá minna

Skyrgámur nýkominn af fjöllum og akandi síðasta spölinn stöðvaði í gær hjá lögreglumönnum í Fjarðabyggð sem þá voru við umferðareftirlit. Sveinki var áhugasamur og ræðinn. Hafði veitt því athygli að ökumenn fengu að blása í mæli af einhverju tagi. Fékk að spreyta sig og hafði gaman af. Sagði í óspurðum fréttum enga óreglu á fjöllum. Slíkt liði móðir hans ekki. 

Hvarf við svo búið enda á hraðferð nokkurri, stutt í að börnin færu að sofa og vildi nýta tímann vel. 

Um leið og honum, bræðrum hans og fjölskyldunni allri er óskað velfarnaðar þessi jól sem önnur hvetur lögregla ökumenn og vegfarendur til að fara varlega þarna úti og gæta hvert að öðru.
6 dögum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Talsverður erill er gjarnan í aðdraganda jóla hjá okkur öllum. Jólamarkaðir eru víða, jólahlaðborð og annað sem kallar auk þess á aukið eftirlit og verkefni hjá lögreglu. Helgin bar þess merki þar sem í mörg horn var að líta. Umferðarslys varð á Háreksstaðaleið þar sem bifreið fór út af vegna hálku og valt. Þrír ungir piltar voru í bílnum sem allir þurftu aðhlynningar við en virðast hafa sloppið með skrekkinn. Ökumaður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og það mál nú til afgreiðslu.

Þá var lögregla með sérstakt eftirlit með lagningum ökutækja í kringum Jólamarkaðinn á Egilsstöðum en þar hefur á stundum verið pottur brotinn. Hvatning var þess vegna send út á föstudag til ökumanna um að nýta bílastæði sem eru víða í kring um markaðinn. Er skemmst frá því að segja að lögregla þurfti ekki að hafa afskipti af neinum vegna þessa.

Förum varlega í skammdeginu og gætum þannig hvert að öðru, ekki síst í þeim ys og þys er fylgir mánuðinum.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Vinsamlegast komið og hraðamælið á Borgarfjarðarveginum gegnum Eiða. Það er hending ef ökumenn virða hámarkshraðann hér. Best væri að segtja upp meðalhraðamælingu hér. Hún myndi borga sig upp á nokkrum mánuðum !

Jólamarkaður jólakattarins fer fram á morgun, laugardag og verður í Landsnetshúsinu og Dekkjahöllinni á Egilsstöðum.
Hvetjum þá sem hyggjast sækja markaðinn heim að nýta bílastæði þau sem eru all víða í kring og leggja ekki utan þeirra svo komast megi hjá sektum vegna ólöglegra lagninga ökutækja.

Á myndinni hér að neðan sjást þau bílastæði við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu sem gestir geta notað á meðan markaðurinn er heimsóttur.
... Sjá meiraSjá minna

Jólamarkaður jólakattarins fer fram á morgun, laugardag og verður í Landsnetshúsinu og Dekkjahöllinni á Egilsstöðum.
Hvetjum þá sem hyggjast sækja markaðinn heim að nýta bílastæði þau sem eru all víða í kring og leggja ekki utan þeirra svo komast megi hjá sektum vegna ólöglegra lagninga ökutækja.

Á myndinni hér að neðan sjást þau bílastæði við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu sem gestir geta notað á meðan markaðurinn er heimsóttur.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram