7 Júlí 2020 12:54
Meðfylgjandi eru tölur lögreglunnar á Austurlandi er sýna fjölda helstu brota og verkefna lögreglu fyrstu sex mánuði ársins borið saman við sama tímabil síðustu ára.
Hegningarlagabrotum fjölgar lítillega frá síðasta ári og hafa gert frá 2017. Umferðarlagabrot eru svipuð að fjölda og síðustu tvö ár, hraðakstursbrot þar á meðal. Skráð umferðarlagabrot í júnímánuði eru svipuð og í sama mánuði 2019 en hefur fjölgað nokkuð jafnt frá 2015.
Fjölgun hefur verið í skráðum heimilisofbeldismálum allt frá 2017.
Skráð umferðarslys eru tólf það sem af er ári en voru tíu á sama tíma í fyrra. Ef heldur sem horfir ættu slys að vera talsvert færri á árinu öllu, hvort heldur horft er til meðaltalsfjölda slysa árin 2006 til 2019 þegar þau voru 62 eða til áranna 2015 til 2019 þegar þau voru 53.
Áherslur lögreglunnar í júlí mánuði og ágúst
Lögregla mun leggja sérstaka áherslu á hraðaeftirlit næstu tvo mánuði. Beinist það að akstri innan bæja ekki síður en utan. Lögregla hvetur íbúa og gesti fjórðungsins til að aka ávallt í samræmi við leyfðan hámarkshraða og miða hraða við aðstæður. Þannig tryggjum við öryggi okkar og annarra.
Gerum þetta saman.Tölfræði – austurland – fréttatilkynning