13 Mars 2016 11:36
Viðbótarupplýsingar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna vopnamáls í nótt.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur nú lokið vettvangsrannsókn vegna atviks í Naustahverfi á Akureyri í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins og var hann einn að verki. Maðurinn á við andleg veikindi að stríða. Hann mun hafa hleypt af a.m.k. 4 skotum af haglabyssu. Skotin höfnuðu í mannlausri bifreið fyrir utan húsið og í gleri við útidyrahurð á nærliggjandi íbúð. Enginn meiddist og ekkert liggur fyrir um að atlagan hafi átt að beinast að persónu. Maðurinn sem var handtekinn, hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna viðlíka mála og er talið víst að veikindi hans séu ástæða þess hvernig fór. Nú er unnið að því að maðurinn fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu en ekki hefur enn verið unnt að yfirheyra hann. Rannsókn málsins heldur áfram en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum.