7 Ágúst 2012 12:00
Í umdæmi lögreglunnar á Akureyri voru þrjár hátíðir um verslunarmannahelgina. Ein með öllu var á Akureyri, Síldarævintýrið á Siglufirði og Sæludagar í Hörgársveit. Í heild fóru allar þessar hátíðir vel fram. Fleira fólk var á Síldarævintýrinu heldur en síðustu ár en allt var þó vandræðalaust fram þrátt fyrir nokkra ölvun. Sæludagar í Hörgársveit stóðu undir nafni og sóttu fjölmargir þá viðburði sem þar var boðið upp á. Svipaður fjöldi var á Einni með öllu á Akureyri eins og undanfarin ár og fór sú skemmtun í heild vel fram þrátt fyrir að talsverður erill hafi verið og lögreglan haft í nógu að snúast aðfaranótt laugardags og sunnudags. Tiltölulega fá mál komu þó upp og engin þeirra alvarleg ef undan er skilin árás tveggja aðila, sem ekki vildu hlýta reglum um opnunartíma veitingahúsa, á lögreglumenn sem þurftu að beyta bæði varnarúða og kylfum til að yfirbuga árásarmennina. Fátítt er til til þess þurfi að koma á Akureyri. Til fróðleiks er hér tafla sem sýnir hvernig Ein með öllu hefur þróðast síðustu árin og samkvæmt því virðist sem tekist hafi all þokkalega að færa hátíðina í betra horf en áður var.
Málafjöldi frá kl. 19:00 á fimmtud. til 19:00 á mánud.
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
Skemmdarverk 20 49 12 7 11 11 10 3
Kynferðisbrot 0 1 0 2 0 0 1 0
Líkamsárás minni 5 5 11 8 12 8 5 3
Líkamsárás meiri 13 1 2 0 0 0 0 0
Fíkniefnamál 26 66 9 3 6 3 3 3
Ölvun við akstur 9 19 5 5 8 5 3 2
Vímuakstur 3 1 1 3
Of hraður akstur 53 37 29 40 60 10 14 18
Slys 6 8 4 9 1 7 3 6
Afskipti af ungm.
innan 18 ára ? 44 61 61 16 43 18 36