18 Apríl 2017 11:07
Trampolín og farangursvagn á Keflavíkurflugvelli voru meðal hluta sem lögðu í óumbeðið ferðalag í hvassviðrinu á Suðurnesjum í gær. Trampolínið endaði för sína á bifreiðastæði fyrir framan slökkvistöðina í Sandgerði en vagninn hafnaði á vinstra hreyfli flugvélar á vellinum. Þá bárust lögreglu allmargar tilkynningar um þakplötur sem voru að losna eða lagðar af stað, og sumar þeirra komnar út í móa. Loks var tilkynnt um fjúkandi fiskikör í Njarðvík.