8 September 2017 11:35
Óvenju mikið var um umferðarslys og –óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítala. Hann reyndist hafa hlotið beinbrot auk fleiri meiðsla. Þá varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Þrennt var svo flutt með sjúkrabifreið á HSS eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg.