6 Júlí 2015 11:39
Það óhapp varð um helgina að ökumaður, sem missti athyglina við aksturinn, ók á blómaker og umferðarskilti í Reykjanesbæ. Blómakerið færðist út á akbrautina við höggið og bíllinn reyndist sitja fastur uppi á umferðarskiltinu, þegar lögreglumenn á Suðurnesjum bar að. Gerðar voru ráðstafanir til að fjarlægja blómakerið og skiltið, en áður en til þess kom var dráttarbifreið fengin til að fjarlægja bílinn ofan af því þar sem hann var óökufær. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.