2 Ágúst 2019 09:14
Umferðareftirlit er viðamikill hluti af starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hvergi hefur verið slakað á í þeim efnum í sumar. Umferðin hefur almennt gengið vel fyrir sig í umdæminu og vonandi verður svo áfram. Þótt fjöldi umferðarlagabrota komi til kasta lögreglu má samt ekki gleyma því að langflestir ökumenn eru til mikillar fyrirmyndar. Á það er sjaldan minnst og því leyfum við okkur að gera það hér og nú.