16 Febrúar 2013 12:00
Miðvikudaginn 13. febrúar var haldin umfangsmikil skrifborðsæfing með viðbragðsaðilum í Borgarfirði. Á æfingunni var líkt eftir miklum gróðureldum í Skorradal.
Tilgangur æfingarinnar var að æfa lokadrög viðbragðsáætlunar vegna gróðurelda í Skorradal sem heimamenn hafa unnið að. Á æfingunni komu í ljós nokkur atriði sem má uppfæra í áætluninni og verður farið í þá vinnu á næstu dögum. Í kjölfar þess verðu hægt að undirrita áætlunina og gefa út.
Heimamenn voru mjög ánægði með æfinguna og var mikill hugur hjá öllum viðbragðsaðilum um að halda fleiri æfingar þar sem reyndi á samstarf og samhæfingu allra.