5 Apríl 2015 07:00
Þann 4. apríl barst Lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá bænum Ystafelli 2 í Kinn, 641 Húsavík, um að þar hefðu fundist gamlar hvellhettur og að aldur þeirra og uppruni væri óþekktur.
Í ljós kom að hvellhetturnar voru um 200 talsins og margar þeirra í slæmu og mjög ótraustu ástandi og var því talið að sprengihætta stafaði af þeim. Voru því tveir sprengjusérfræðingar frá ríkislögreglustjóranum sendir strax norður og sáu þeir um eyðingu hvellhettanna.
Er almenningi bent á að hafa samband við lögregluna ef það finnur hluti sem það telur vera sprengitengt.