24 Ágúst 2020 18:44
Norræna kemur til Seyðisfjarðar á morgun þriðjudag 25.08. í sína fyrstu ferð á vetraráætlun þetta haustið.
Farþegar um borð á leið til Seyðisfjarðar eru 162 og munu þeir allir gangast undir sýnatöku vegna Covid-19 á Seyðisfirði.
Um borð eru 2 farþegar sem greindust jákvæðir við Covid-19 í skimun í Danmörku og hafa þeir verið í einangrun um borð. Ekki leikur grunur á að aðrir farþegar hafi smitast. Farþegarnir 2 munu fara í sýnatöku til mótefnamælingar við komuna til Seyðisfjarðar og verða áfram í einangrun a.m.k. þangað til niðurstaða mótefnamælingarinnar liggur fyrir.
Allir aðrir farþegar með Norrænu eiga að sæta sóttkví í 4-6 daga að lokinni sýnatöku á Seyðisfirði auk þess að fara í seinni sýnatöku eins og reglur gera ráð fyrir.