30 Mars 2020 16:43

Fjöldi smitaðra – í sóttkví

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá í gær. Einstaklingar í einangrun því sex talsins sem fyrr. Í sóttkví eru tvöhundruð tuttugu og sex og hefur þá fjölgað að nýju frá í gær þegar þeir voru tvö hundruð og tólf.

Kveðja frá samráðshópum um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi

Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi hafa nú verið virkjaðir vegna Covid-19 faraldursins, en í þeim hópum sitja fulltrúar Rauða krossins, Félagsþjónustu, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, lögreglu og Þjóðkirkjunnar á svæðinu. Með þessari kveðju til íbúa Austurlands viljum við vekja athygli á þeirri þjónustu sem í boði er og hvetja til uppbyggilegrar samstöðu.

Eðlilegt er að margir finni fyrir öryggisleysi og kvíða þessa dagana. Staða mála breytist ört og við kunnum að óttast um heill og velferð okkar sjálfra eða okkar nánustu. Við það getur bæst einsemd og jafnvel einangrun hjá sumum, nú þegar flestöll hefðbundin starfsemi raskast og minna er um heimsóknir en ella. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að við stöndum saman sem samfélag og hjálpumst að með bjartsýni og náungakærleika að vopni. Hér eru nokkrar leiðir til þess:

1) Hugsum til ættingja, kunningja og nágranna, einkum þeirra sem tilheyra viðkvæmum hópi. Getum við hringt uppörvandi símtal, aðstoðað við innkaup eða aðrar nauðþurftir, eða jafnvel leiðbeint t.d. um tölvunotkun? Ágæt þumalputtaregla er að gera ekki endilega ráð fyrir að „einhver annar“ muni hafa samband við viðkomandi.

2) Hugum að sjálfum okkur og nýtum dagana í jákvæða virkni eins og kostur er, t.d. nám, vinnu, hreyfingu, símtöl við fólkið okkar, bóklestur, andlega iðkun, spil með fjölskyldunni og fleira sem byggir upp eða gefur okkur gleði.  Dveljum ekki óhóflega lengi við fréttamiðlana, sérstaklega ekki ef fréttirnar valda okkur óróleika.

3) Ef við finnum til kvíða eða depurðar, eða vantar annan stuðning, verum þá óhrædd við að nýta okkur þær bjargir sem standa til boða. Munum að samtal við þann sem getur og vill hlusta er oft versti óvinur kvíðans og einmanaleikans.

Prestar Þjóðkirkjunnar veita sálgæslu og stuðningsviðtöl óháð trúfélagsaðild eða lífsskoðun. Símanúmer og netföng presta má finna á egilsstadaprestakall.is og á facebooksíðum Hofsprestakalls og Austfjarðaprestakalls

Rauði krossinn 1717, https://www.facebook.com/raudikrossinn/

Covid sími HSA er 470 3066, þar er líka hægt að fá sálrænan stuðning.

Geðhjálp https://gedhjalp.is/radgjof-i-gegnum-netid/

Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs 4700700

Félagsþjónusta Fjarðabyggðar 4709000

English: If we feel anxiety or sadness, or need other support, we should not be afraid to use the available resources:

The pastors of the National Church of Iceland provide pastoral care and counseling
regardless of religious affiliation or belief. Telephone numbers and emails can be found on egilsstadaprestakall.is  and on Facebook for Hofsprestakall  and Austfjarðaprestakall.

Red Cross Helpline 1717, https://www.facebook.com/raudikrossinn/

Covid line of HSA, The Heallth Care  4703066, also for psychological support.

Social Service of Fljótsdalshérað 4700700,

Social Service of Fjarðabyggð 4709000,

https://www.covid.is/english

Polski:

Jeśli odczuwamy niepokój, przygnębienie lub potrzebujemy innego wsparcia, nie bójmy się skorzystać z dostępnego wsparcia:

 

Kapłani Kościoła Narodowego udzielają pomocy psychologicznej i wsparcia, niezależnie od przynależności religijnej lub poglądów na życie. Numery telefonów i adresy księży można znaleźć na stronie egilsstadaprestakall.is oraz na stronach Facebooka Hofsprestakall i Austfjarðapestakall

Czerwony krzyż   1717, https://www.facebook.com/raudikrossinn/

Przychodnie Lekarskie HSA 470 3066

Pomoc psychologiczna  https://gedhjalp.is/radgjof-i-gegnum-netid/

Usługi socjalne Fljótsdalshéraðs 4700700,

Usługi socjalne Fjarðabyggðar 4709000

https://www.covid.is/polski