4 September 2020 16:12
Enginn er í einangrun né í sóttkví á Austurlandi.
Vakin er athygli á að tilslakanir verða á sóttvörnum frá og með 7. september og lúta meðal annars að einstaklingsbundnum smitvörnum, svo sem tveggja metra reglunni sem verður eins metra auk þess sem samkomur verða leyfðar fyrir tvö hundruð í stað hundrað. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/04/Rymri-samkomutakmarkanir-taka-gildi-7.-september/
Þrátt fyrir tilslakanir þreytist aðgerðastjórn ekki á að minna á þær reglur sem enn eru í gildi og hafa skilað okkur vel á veg. Hún hvetur til varkárni sem fyrr í samskiptum og að virða auk þess í hvívetna þær reglur sem taka gildi eftir þrjá daga og bæta við eftir þörfum! Höldum áfram að gæta að okkur og að gera þetta í sameiningu.