24 Apríl 2020 16:01
Einn er í einangrun af átta sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi en sjö er batnað. Þá eru sjö í sóttkví.
Aðgerðastjórn áréttar að nýjar takmarkanir á samkomum taka gildi 4. maí. Því eru, til þess tíma, enn í gildi takmarkanir við notkun spark- og íþróttavalla, fjöldatakmörkun sem miðar við tuttugu manns, tveggja metra nálægðarmörk og svo framvegis. Breytingar sem verða 4. maí eru tíundaðar í auglýsingu frá Heilbrigðisráðuneytinu sem meðal annars má finna á vef stjórnarráðsins, – https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/21/Breyttar-reglur-um-takmarkanir-a-samkomum-fra-4.-mai/
Eru íbúar hvattir til að kynna sér þessar reglur og fylgja í hvívetna þegar þar að kemur, líkt og við höfum lagt okkur fram um að fylgja þeim reglum sem nú eru í gildi. Þannig munum við komast í gegnum þetta saman án bakslags og tryggja á sama tíma að nýjar reglur frá 4. maí nái fram að ganga.