27 Nóvember 2020 17:33
Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi.
Aðgerðastjórn vekur athygli á fjölda smita sem nú greinast á höfuðborgarsvæðinu. Vísar hún í því sambandi til fyrri leiðbeininga um að ferðast ekki milli landsvæða nema af brýnni þörf. Komi til þess að ferðalög verði ekki umflúin er hyggilegt að halda sig fjarri öllum mannfagnaði og hópum á því svæði sem heimsótt er. Gæta auk þess sérstaklega að öllum sóttvörnum og leiðbeiningum þegar heim er komið til að forða að smit geti borist um samfélagið og á vinnustaði að teknu tilliti til aðstæðna.
Höldum sjó á aðventunni sem öðrum tímum og komumst þannig heil í höfn.