22 Nóvember 2020 12:33
Eitt COVID smit er á Austurlandi. Það greindist þriðjudaginn 17. nóvember. Hinn smitaði er í einangrun og nýtur reglulegs eftirlits og ráðgjafar heilbrigðisfagfólks.
Aðgerðastjórn hvetur íbúa til að gæta að persónubundnum sóttvörnum og vekur sérstaka athygli á mikilvægi grímunotkunar. Aðeins hefur borið á að starfsmenn í afgreiðslu noti hjálma með plasthlífum en án grímu. Stjórnendum viðkomandi verslana hefur verið gert viðvart um að slíkar hlífar veiti ekki þá vörn sem grímur gera. Það gert hér einnig.
Höldum áfram að ganga þennan COVID veg saman, gætum hvert að öðru, styðjum hvert annað og komumst þannig saman í mark.