8 Desember 2009 12:00
Í tilefni af fréttaflutningi DV um að nafngreindur einstaklingur hafi á árinu 2006 gert tilraun til að þvætta 30 milljarða króna í viðskiptum hjá Landsbankanum og vegna ásakana blaðsins um að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki rannsakað málið eins og því hafi borið lögum samkvæmt þá hefur ríkislögreglustjóri sent ríkissaksóknara erindi og óskað eftir að hann fái úr því skorið hvort einhverjir kunni að hafa framið refsiverða háttsemi með því sem hér er lýst. Ríkislögreglustjóri hefur vísað ásökunum DV á bug.
Í tilefni af fréttaflutningi DV um að nafngreindur einstaklingur hafi á árinu 2006 gert tilraun til að þvætta 30 milljarða króna í viðskiptum hjá Landsbankanum og vegna ásakana blaðsins um að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki rannsakað málið eins og því hafi borið lögum samkvæmt þá hefur ríkislögreglustjóri sent ríkissaksóknara erindi og óskað eftir að hann fái úr því skorið hvort einhverjir kunni að hafa framið refsiverða háttsemi með því sem hér er lýst. Ríkislögreglustjóri hefur vísað ásökunum DV á bug.