31 Júlí 2015 13:59
Þýski ferðamaðurinn sem lögreglan hefur verið að grennslast fyrir um frá því í gær er fundinn heill á húfi á Ísafirði. Böndin bárust til Ísafjarðar eftir að þýsk kona sem stödd var á Húsavík gaf upplýsingar um ferðaplön hans, m.a. að hann hefði í hyggju að fara á Mýrarboltann á Ísafirði. Höfðu þau verið í sambandi fyrir íslandsferðina um að ferðast saman á Íslandi sem ekki gekk upp. Því virðist sem misskilningur hafi orðið milli mannsins og ferðaskrifstofunnar sem pantaði bílaleigubílinn um það hversu lengi hann ætlaði að leigja bílinn. Lögreglan á Ísafirði hafði upp á manninnum þar. Lögreglan á Norðurlandi eystra þakkar öllum þeim sem veittu upplýsingar og lögðu hönd á plóginn við eftirgennslanina á manninum.