11 Apríl 2009 12:00
Adolf Árnason lögreglumaður á Hvolsvelli í dag á hálendinu.
Þyrlueftirlit í dag gekk vel. Laugardaginn 11. apríl 2009
Lögreglan á Hvolsvelli og Landhelgisgæslan á eftirlitferð.
Ökumenn jeppa, snjósleða og annarra farartækja voru látnir gefa öndunarpróf og var enginn undir áhrifum áfengis. Flogið var um Emstrur, lent var við skálann í Glaðheimum og rætt þar við nokkra snjósleðamenn. Þeir voru beðnir um að gefa öndunarpróf og voru þeir allir í lagi. Síðan var flogið í Landmannalaugar. Fáir voru í Landmannalaugum og allt reyndist þar vera í besta lagi. Síðan var flogið yfir Eyjafjallajökul. Mikið var af bifreiðum þar á ferð ca 30-40 jeppar. Var ákveðið að lenda á Hamragarðaheiði, þar sem að ökumenn koma niður af Eyjafjallajökli. Fjórtán ökumenn voru stöðvaðir og rætt við þá. Allir framvísuðu þeir ökuskírteini sínu og gáfu öndunarpróf, reyndust þeir vera í lagi. Þeir sem lögreglan ræddi við lýstu yfir ánægju sinni með þetta eftirlit og sögðu þetta þarft verkefni.
Frá B vakt lögreglunnar á Hvolsvelli, með ósk um gleðilega og slysalausa páska.