7 Desember 2012 12:00
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær tvo pilta sem báðir voru með fíkniefni í vörslum sínum. Annar pilturinn, sem aðeins er fimmtán ára, reyndist vera með kannabisefni í poka í buxnavasa sínum. Hinn pilturinn, sem er nítján ára, var einnig með kannabisefni í vasa sínum, auk þess sem tóbaksblandað kannabisefni fannst í veski hans. Grunur leikur á að eldri pilturinn hafi verið að selja hinum yngi fíkniefnin. Eftir skýrslutöku á lögreglustöð var piltunum sleppt. Lögregla hefur tilkynnt mál yngri piltsins til barnaverndarnefndar.
Þá handtók lögreglan ökumann á sextugsaldri vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreið hans fannst poki með hvítu efni í ökumannssætinu. Maðurinn gekkst við því að eiga efnin.