22 Desember 2020 17:03
Ríkislögreglustjóri opnar þjónustumiðstöð almannavarna á Seyðisfirði
Þjónustumiðstöð almannavarna hefur verið opnuð á Seyðisfirði. Ríkislögreglustjóri hefur heimild til að starfrækja tímabundna þjónustumiðstöð þegar hættu ber að garði eða hún er um garð gengin.
Þjónustumiðstöðin er til húsa í Herðubreið, menningar- og félagsheimili Seyðisfjarðar, og verður opnunartíminn fram að áramótum eins og hér segir:
- 23. desember, klukkan 11 – 18
- 27-30 desember, klukkan 11 – 18
- 31. desember, klukkan 11 – 13
Opnunartími þjónustumiðstöðvar eftir áramótin verður ákveðinn í lok ársins. Þjónustumiðstöðin verður opin eins lengi og hennar er þörf.
Verkefni þjónustumiðstöðvar felast meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess annast þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi yfirvöld og stofnanir, samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.
Íbúar eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði síðustu daga á Seyðisfirði.
Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 839 9931 og í netfangið sey@logreglan.is