21 Febrúar 2014 12:00
Í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir janúar má sjá fjölda þeirra sem voru stöðvaðir fyrir að tala í síma við akstur ökutækis án þess að nota handfrjálsan búnað. Þessi brot voru 26 í janúar og þegar sá fjöldi er borin saman við síðastliðin tvö ár á undan má sjá að fjöldinn er breytilegur.
Meðalaldur þeirra sem stöðvaðir voru fyrir slík brot í janúar 2014 var 39 ár en í janúar árið 2012 var hann 36 ár. Þegar meðalaldur þeirra sem stöðvaðir voru allt árið 2013 er skoðaður til samanburðar má sjá að hann var 37 ár og voru flestir á aldrinum 25-34 ára.
Afbrotatíðindin í heild sinni má nálgast hér.