26 Október 2013 12:00
Lögregla, slökkvi- og sjúkralið ásamt læknum og hjúkrunarfólki var kallað að íbúðarhúsi í Hveragerði kl. 16:42 í dag þar sem sprenging hafði orðið í húsinu. Sjö einstaklingar voru í húsinu, hjón með börn sín og barnabörn, og brenndust þau öll eitthvað. Maður á sextugsaldri og drengur fæddur 2007 eru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík með 2 stigs bruna en hin verða flutt á sjúkrahúsið á Selfossi til aðhlynningar. Þá brenndist heimilishundurinn einnig eitthvað og verður leitað til dýralæknis með hann.
Sprengingin er rakin til etanol arins sem nýlega var settur upp í húsinu. Nokkurt tjón er á innanstokksmunum en húsnæðið sjálft er lítið skemmt. Björgunarlið er enn á vettvangi ásamt rannsóknarlögreglu.