11 September 2015 16:13
Eitt af hlutverkum greiningardeildar ríkislögreglustjóra samkvæmt reglugerð nr. 404/2007 er að vinna stefnumiðaða greiningu (e. „strategic analysis“) varðandi ógn af skipulagðri brotastarfsemi til lengri tíma. Mat þetta ber að vinna á viðtækum grunni sem taki mið af þróun mála hérlendis og erlendis. Jafnframt er greiningardeild ætlað að segja til um líklega framtíðarþróun á þessu sviði.
Fyrsta skýrsla þessarar gerðar var unnin fyrir árið 2008. Í þeirri skýrslu og þeim sem á eftir fóru var dregin upp heildarmynd af skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi.
Skýrlsla ársins 2015 „Skipulögð glæpastarfsemi mat GRD september 2015“ er unnin á grundvelli upplýsinga úr umdæmum lögreglu. Staðlað blað með spurningum um þá brotaflokka sem til umfjöllunar eru var sent öllum umdæmum lögreglu í marsmánuði 2015. Jafnframt var efnt til funda með lögreglu í öllum umdæmum landsins.