10 Janúar 2013 12:00
Kafarar ríkislögreglustjóra sjá um köfunarverkefni í lögreglumálum. Þeir hafa oftar en ekki veitt staðarlögreglu aðstoð við rannsóknir mála. Í gegnum tíðina hefur verið gott samstarf við kafara Slökkviliðisins og Landhelgisgæslunnar. Þessar stofnanir hafa staðið saman að því að mennta kafara og haldið sameiginlegt grunnnámskeið í leitar og björgunarköfun. Þeir sem útskrifast af þeim námskeiðum fá allir réttindi sem atvinnukafarar útgefin af Siglingastofnun. Kafararnir stunda krefjandi æfingar allt árið og eru kallaðir út að nóttu sem degi ef á þarf að halda. Það kom vel í ljós hversu góð samvinna kafaranna er þegar þeir unnu saman við erfiðar aðstæður á dögunum þegar hörmulegt köfunarslys varð á Þingvöllum. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslan eiga þakkir skildar fyrir góða samvinnu og veitta aðstoð.