1 Febrúar 2013 12:00
Alls bárust 502 símtöl í Upplýsingasíma lögreglunnar (fíkniefnasímann) árið 2012.
Símtölum hefur farið fjölgandi á síðustu árum.
Í langflestum tilfellum eru þeir sem hringja að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnaafbrot eða grunsemdum um slíkt athæfi.
Upplýsingar sem fást með þessu móti eru lögreglunni afar gagnlegar og koma iðulega að notum í rannsóknum mála.
Númer Upplýsingasímans er 8005005. Síminn er vaktaður allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berast fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta.
Athygli er vakin á því að Upplýsingasíminn er ekki eingöngu ætlaður fyrir upplýsingar um fíkniefnaafbrot.