30 Desember 2008 12:00
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur, fyrir hönd sálfræðistofunnar Líf og sál, hafa skrifað undir samning um sálfræðiþjónustu fyrir lögreglumenn vegna áfalla og álags í starfi. Samningurinn tryggir að félagastuðningskerfi lögreglunnar hefur það bakland sem þörf er á þegar upp koma aðstæður þar sem lögreglumenn verða fyrir áfalli í starfi eða þeir ráða ekki lengur við aðstæður vegna uppsafnaðs álags. Sálfræðingarnir munu bæði sinna hópstuðningi við lögreglumenn og einstaklingsþjónustu.