18 Ágúst 2008 12:00
Dagana 18. og 19. ágúst er haldinn hérlendis árlegur fundur ríkislögreglustjóra Norðurlandanna. Meðal efnis á fundinum er samstarf norrænna lögregluliða í baráttunni við ofbeldi gegn börnum, sérstaklega tengt internetinu. Þá er fjallað um möguleika á nánari samvinnu lögregluliða í tæknimálum, til dæmis varðandi fingraför og DNA upplýsingar og norræna hryðjuverkaæfingu sem haldin verður síðar á þessu ári, undir forystu Íslendinga. Ennfremur var rætt um endurskipulagningu lögreglunnar á Norðurlöndum.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stýrir fundinum.
Myndirnar voru teknar á fyrri degi fundarins.