6 Mars 2018 10:27
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag sama ökumann tvisvar sinnum með fárra klukkustunda millibili. Maðurinn var án ökuréttinda og þar að auki grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Honum höfðu verið gefin skýr fyrirmæli um að hann mætti ekki aka bifreið hér á landi eins og staðan væri en hann lét sér ekki segjast.
Þá hafði lögregla afskipti af þremur ökumönnum til viðbótar sem höfðu aldrei öðlast ökuréttindi. Einn þeirra var grunaður um ölvun við akstur. Fimmti ökumaðurinn ók sviptur ökuréttindum.
Fáeinir ökumenn voru svo handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.