9 Febrúar 2015 13:39
Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina, vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa neytt amfetamíns, kannabisefna og metamfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Þá voru ökuréttindi hans útrunnin. Tveir ökumenn til viðbótar urðu uppvísir að ölvunarakstri og reyndist annar þeirra hafa neytt fíkniefna að auki.
Áður hafði lögregla handtekið ökumann bifreiðar og tvo farþega vegna gruns um fíkniefnaakstur og vörslur fíkniefna. Ökumaðurinn viðurkenndi neyslu og annar farþeganna var með kannabispoka í brók. Hann framvísaði pokanum á vettvangi og um það bil 20 grömmum til viðbótar á lögreglustöð.
Loks var einn ökumaður til viðbótar stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Farþegi í bifreiðinni viðurkenndi að hafa fíkniefni í fórum sínum og framvísaði þeim hann þeim.