21 Mars 2012 12:00
Á vegum ríkislögreglustjóra Norðurlandanna starfar hópur sérfræðinga á sviði fingrafararannsókna í sakamálum sem nefnist Nordakt. Árlegur fundur hópsins er haldinn hér á landi hjá embætti ríkislögreglustjóra. Megintilgangur með starfi hópsins er að efla þekkingu þeirra sem vinna að fingrafararannsóknum og gefa þeim kost á að gangast undir próf sem veitir þeim viðurkenningu til að vera sérfræðingar á þessu sviði á öllum Norðurlöndum.
Prófið samanstendur af þremur mismunandi prófeiningum, þar af eitt skriflegt fræðilegt próf, eitt verklegt og lýkur á munnlegu prófi.
Að þessu sinni gengust þrjú frá Svíþjóð undir munnlegt próf. Öll stóðust þau prófið. Tveir undirgengust endurnýjunarpróf, annar frá Danmörku en hinn frá Svíþjóð. Þeir stóðust báðir prófið.
Myndir af þátttakendum vinnuhópsins má sjá hér.