7 Júní 2008 12:00
Lögreglumenn á Selfossi stöðvuðu um 200 ökumenn á Suðurlandsvegi við Biskupstungnabraut í morgun á milli kl. 07:30 og 11:00. Þetta var gert til að kanna ástand ökumanna og ökutækja. Allir bílstjórarnir voru fengnir til að blása í áfengismæli. Einn stóðst ekki prófið. Hann var tekinn úr umferð og blóðsýni tekið frá honum sem sent verður í rannsókn. Tvær bifreiðar voru á negldum hjólbörðum og ökumenn þeirra kærðir vegna þess. Auk þessa eftirlits var lögreglubifreið á Suðurlandsvegi í hraðamælingum. Fjórir ökumenn mældust yfir hámarkshraða.