12 Desember 2012 12:00
Ríkislögreglustjóri hefur gefið út nýjar verklagsreglur um notkun vettvangsskýrslu lögreglunnar vegna brota á ákvæðum umferðarlaga og reglum settum skv. þeim. Vettvangsskýrslunum er ætlað að einfalda afgreiðslu umferðarlagabrota á vettvangi. Einnig mun vettvangsskýrslan gera það að verkum að innheimta slíkra mála geti færst sjálfkrafa í innheimtumiðstöðina á Blönduósi þegar þau eru stofnuð í málaskrá lögreglu. Í þessu felst mikið hagræði fyrir lögregluna og lögreglustjóra um allt land. Verkferill inheimtunnar verður því einfaldari og skilvirkari og jafnframt því að samræma vinnubrögð embættanna á landsvísu.