12 Ágúst 2008 12:00
Í nýjasta tölublaði tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla (www.stjornmalogstjornsysla.is) birtist grein um árangursstjórnun innan lögreglunnar og framtíðarskipulag löggæslumála. Greinin ber heitið Nýskipan lögreglunnar: árangursstjórnun 1996-2008 og er eftir Pétur Berg Matthíasson stjórnmála- og stjórnsýslufræðing við embætti ríkislögreglustjóra.
Í greininni er verið að lýsa því hvernig árangursstjórnun lögreglunnar hefur verið háttað frá árinu 1996 til ársins 2008 og hvernig þær breytingar sem urðu á árinu 2007 hafi gjörbreytt árangursstjórnun innan lögreglunnar. Einnig er möguleg framtíðarskipan lögreglunnar skoðuð og tilraun gerð til að greina þá strauma sem líklegt er að einkenna muni umræðu um skipulagsbreytingar á komandi árum.
Greinina má nálgast hér.