12 Desember 2018 09:36
Björn Ingi Jónsson hefur nú verið ráðinn verkefnisstjóri í almannavörnum hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi og hefur störf um komandi áramót. Hann kemur í stað Víðis Reynissonar sem verið hefur í þessu starfi frá ársbyrjun 2016. Um leið og Víði eru þökkuð vel unnin störf er Björn Ingi boðinn velkominn til starfa en hann mun, eins og verið hefur, sinna starfinu í umboði lögreglustjóra og sveitarfélaga í umdæminu. Hann hefur langa reynslu af störfum í björgunargeiranum, setið bæði sem formaður Björgunarfélags Hornafjarðar og í svæðisstjórn björgunarsveita þar eystra. Hann starfaði sem héraðslögreglumaður um 10 ára skeið og sem afleysingamaður í lögreglu á sumrum þar að auki. Þá hefur hann setið í almannavarnarnefnd frá árinu 2006 og sem formaður hennar þau fjögur ár sem hann var bæjarstjóri hjá Sveitarfélaginu Hornafjörður.
Björn Ingi var valinn úr hópi 10 umsækjenda sem sóttu um starfið