9 Október 2006 12:00
Árleg samæfing sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum í riffilskotfimi var haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 1. til 5. október sl. Þátttakendur voru frá sérsveit ríkislögreglustjóra og sérsveitum lögreglunnar í Noregi (Delta), Danmörku (Aktionsstyrken), Svíþjóð (Nationella Insatsstyrken) og Finnlandi (Karhu). Að þessu sinni voru einnig þátttakendur frá sérsveit þýsku lögreglunnar (GSG9).
Allar æfingar sem farið var yfir tókust vel og lýstu gestir okkar sérstakri ánægju með aðstæður til æfinga hér á landi. Undirbúningur og stjórn þessa verkefnis var í höndum sérsveitar ríkislögreglustjóra sem naut aðstoðar þyrludeildar Landhelgisgæslunnar við ákveðnar æfingar.
Myndir sem hér fylgja voru teknar í Hvalfirði.